Valmynd
Mán. 27., þri. 28. og mið. 29. mars kl. 12:30 - 16:30 (3x)
Oddur Sigurðsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Farið er yfir allar helstu aðgerðir í Excel sem nýtast við vinnslu gagna og nokkur innbyggð föll skoðuð. Flýtileiðir eru kynntar og fleira sem hjálpar fólki að vinna með Excel.
Skoðuð eru innbyggð föll, t.d. fjármálaföll, textaföll, leitarföll (lookup).
Farið er í gerð einfalds rekstrarlíkans.
Kennt að beita aðgerðunum Sort (röðun gagna), Filter (síun gagna).
Goal-Seek (nálgun).
Scenario (notkun sviðsetninga).
Consolidate (samantekt gagna).
Grunnatriði í gerð myndrita.
Stutt kynning á snúningstöflu (PivotTable).
Gerð einfaldra macro (fjölva) kynnt.
Að þekkja betur ýmsa notkunarmöguleika Excel í starfi.
Ætlað öllum þeim sem starfa með Excel og langar að læra meira. Gert er ráð fyrir nokkurri færni í Excel.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur með þráðlausu netkorti og Excel 2010 eða nýrri útgáfu á námskeiðið. Gott er einnig að hafa meðferðis tölvumús. Námsgögn eru rafræn en þátttakendur fá einnig afhenta vinnubók á upphafsdegi námskeiðs.
Veitið athygli: Námskeiðið hét áður Excel - grunnatriði og helstu aðgerðir.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Farið er yfir allar helstu aðgerðir í Excel sem nýtast við vinnslu gagna og nokkur innbyggð föll skoðuð. Flýtileiðir eru kynntar og fleira sem hjálpar fólki að vinna með Excel.</span>