

Valmynd
Þri. 17. og mán. 23. okt. kl. 9:00 - 12:00
Þorgerður Magnúsdóttir, gæðastjóri hjá FSRE, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð og Eva Ósk Ármannsdóttir, skjala- og upplýsingastjóri hjá FSRE, BA í upplýsingafræði og diplóma í jákvæðri sálfræði.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Hver er tilgangurinn með góðri skjalastjórn, til hvers að eyða púðri í hana? Hvernig er hægt að viðhalda góðri skjalastjórn á vinnustöðum?
Á námskeiðinu verður fjallað um lagaumhverfi í skjalastjórn á Íslandi og hvernig skjalastjórn tengist mikilvægum málefnum á vinnustöðum eins og rekjanleika gagna og ákvarðana ásamt tengslum þekkingar og gæða og þekkingarstjórnunar. Jafnframt verður fjallað um mismunandi tegundir skjala og meðhöndlun þeirra sem og gerð eftirfarandi: skjalastefnu, skjalavistunaráætlunar, málalykils, skjalakerfis og lýsigagna. Auk þess verða rafræn skil tekin fyrir.
Greiningu gagna.
Innleiðingu og hönnun skjalakerfis. Kostir og gallar.
Þroskastig í skjalastjórn.
Mismunandi meðhöndlun skjala, s.s. tölvupóstur, pappír, teikningar, ljósmyndir, bækur og skýrslur.
Þekkingarstjórnun, þ.e.a.s. að þekking sé ekki falin hjá einstaka starfsmönnum.
Hlutverk héraðskjalasafna og Þjóðskjalasafns Íslands.
ISO 15489 alþjóðlegur staðall um skjalastjórn.
Rafræn skil, grisjun, skráning og pökkun og skjalageymslur
Hagnýt tæki og tól í skjalastjórn.
Innsýn í bestu starfsaðferðir við stjórnun þekkingar og gagna.
Ýmsum hjálpargögnum verður miðlað til þátttakenda.
Aukin þekking og skilningur á ISO/IEC 15489.
Fyrir þá sem vinna með stjórnun gagna á sínum vinnustað, s.s. vistun, skráningu og pökkun. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
Þorgerður Magnúsdóttir er gæðastjóri FSRE, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð. Hún hefur umtalsverða reynslu af gæða- og skjalamálum í fjármálageiranum.
Eva Ósk Ármannsdóttir er skjala- og upplýsingastjóri hjá FSRE, BA í upplýsingafræði og diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún hefur mikla reynslu í skjalastjórn hjá ríki og sveitarfélögum.
Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og léttri verkefnavinnu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Hver er tilgangurinn með góðri skjalastjórn, til hvers að eyða púðri í hana? Hvernig er hægt að viðhalda góðri skjalastjórn á vinnustöðum?</span>