Fjarnámskeið

Áfall í vinnunni minni

- áhrif á heilsufar og líðan fagfólks sem starfar í umhverfi áfalla
Verð 28.500 kr.
Í gangi

Þri. 30. apríl kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Dr. Sigrún Sigurðardóttir prófessor við Háskólann á Akureyri

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Erfið upplifun við krefjandi aðstæður í starfi geta valdið áfalli. Áfalli sem getur haft áhrif á heilsufar og líðan, jafnvel þó að einstaklingurinn átti sig ekki á því að hafa orðið fyrir áfalli í starfi.
Einkenni og afleiðingar geta komið fram löngu seinna og stundum án þess að einstaklingur átti sig á orsökunum og haft áhrif á kulnun í starfi og samúðarþreytu.
Áfallamiðuð nálgun á vinnustað er ein leið til innleiða til forvarna, eflingar og úrvinnslu við slíkar aðstæður.

Á námskeiðinu er fjallað um áföll í starfi, þegar einstaklingur upplifir einkenni áfalla eftir erfið og krefjandi verkefni. Hvaða áhrif það getur haft fyrir einstaklinginn, heilsufar hans og líðan og áhrif á daglega lífið.
Annars stigs áfall eru streituviðbrögð sem koma fram þegar einstaklingur verður vitni að eða heyrir af einstaklingi sem lenti í áfalli, eins og slysi, ofbeldi, hamförum, var greindur með langvinnan og lífsógnandi sjúkdóm eða missti einhvern nákominn.
Einstaklingur getur upplifað annars stigs áföll í starfi í kjölfar alvarlegra eða streituvaldandi atburða. Einkenni og afleiðingar geta verið svipuð og einkenni áfallastreituröskunar.
Afleiðingar geta komið fram sem sem líkamleg, sálræn eða félagsleg vandamál eða erfiðleikar og geta haft áhrif á einkalíf einstaklingsins og hæfni hans sem fagaðila.
Mikilvægt er að auku umræðu um annars stig áföll til að koma í veg fyrir langvarandi og afleiðingar afleðingar þess. Að finna leiðir til úrvinnslu og vinna með reynsluna.
Áfallamiðuð nálgun á vinnustað er mikilvæg til forvarna, viðbragða og úrvinnslu og til að koma í veg fyrir enurtekin áföll í starfi.
Fjallað verður um annars stigs áfall út frá fræðunum, fléttað sama við eigin reynslu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Áföll og erfiða upplifun í starfi, skilgreiningar og einkenni.
Afleiðingar áfalla og erfiðra upplifana í starfi fyrir heilsufar og líðan.
Áfallamiðuð nálgun á vinnustaðnum.
Mismunandi leiðir til útvinnslu og bata.

Ávinningur þinn

Að öðlast þekkingu á hvað áfall og erfið upplifun í starfi er og hver einkenni eru.
Að öðlast þekkingu á afleiðingum áfalla og erfiðri upplifan í starfi, hvernig það getur haft áhrif á heilsufar og líðan í starfi og einkalífi.
Að öðlast þekkingu á forvörnum, úrræðum og mismunandi leiðum til bata.
Að öðlast þekkingu á innleiðingu áfallamiðaðar nálgun á vinnustað.

Fyrir hverja

Fagfólk eða sjálfboðaliðar sem vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir áfalli, eins og fyrstu viðbragðsaðilar á vettvangi eftir ofbeldi, slys, andlát, hamfarir, lífsógnandi sjúkdóma ofl.

Nánar um kennara

Dr. Sigrún Sigurðardóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og ofbeldi, afleiðingar þess og úrræði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áfall í vinnunni minni

Verð
28500

<span class="fm-plan">Erfi&eth; upplifun vi&eth; krefjandi a&eth;st&aelig;&eth;ur &iacute; starfi geta valdi&eth; &aacute;falli. &Aacute;falli sem getur haft &aacute;hrif &aacute; heilsufar og l&iacute;&eth;an, jafnvel &thorn;&oacute; a&eth; einstaklingurinn &aacute;tti sig ekki &aacute; &thorn;v&iacute; a&eth; hafa or&eth;i&eth; fyrir &aacute;falli &iacute; starfi. <br/>Einkenni og aflei&eth;ingar geta komi&eth; fram l&ouml;ngu seinna og stundum &aacute;n &thorn;ess a&eth; einstaklingur &aacute;tti sig &aacute; ors&ouml;kunum og haft &aacute;hrif &aacute; kulnun &iacute; starfi og sam&uacute;&eth;ar&thorn;reytu.<br/>&Aacute;fallami&eth;u&eth; n&aacute;lgun &aacute; vinnusta&eth; er ein lei&eth; til innlei&eth;a til forvarna, eflingar og &uacute;rvinnslu vi&eth; sl&iacute;kar a&eth;st&aelig;&eth;ur.</span>