Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Ónæmiskerfið mitt í breyttum heimi

Verð 23.000 kr.
Í gangi

Fös. 15. okt. kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Umsjón: Anna Guðrún Viðarsdóttir, yfirlífeindafræðingur og Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Ónæmisfræðideild Landspítala Íslands

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði ónæmissvars, hvernig það breytist á lífsleiðinni, hvernig hægt er að hafa áhrif á það og hvernig samspil þess við örveruflóru líkamans viðheldur heilbrigði okkar.

Fjallað verður um frumur og líffæri ónæmiskerfisins við fæðingu og hvaða breytingar verða á því með auknum aldri. Rætt verður um hvernig hægt er að hafa áhrif á ónæmiskerfið, t.d. með æfingum, fæðu eða náttúruefnum. Farið verður í hvernig ónæmiskerfið þroskast og starfar í samvinnu við örveruflóru líkamans. Þá verður fjallað um hvernig ónæmiskerfið bregst við sýklum eins og SARS-CoV2 veirunni sem veldur Covid-19 sýkingum, bæði til góðs og ills. Að lokum munu fyrirlesarar útbúa skemmtilegar spurningar úr efni fyrirlestranna og gefa þátttakendum tækifæri á að spreyta sig á þeim í svokallaðri „pub quiz“ keppni.

Nánari upplýsingar í dagskrá sjá hér (PDF).

Á námskeiðinu er fjallað um

Ónæmissvar frá vöggu til grafar.
Ónæmisdekur.
Örveruflóru og ónæmissvar.
Áhrif náttúruefna á ónæmissvar.
Þátt ónæmissvars í COVID-19 sýkingum.
Heilabrot – liðakeppni (pub quiz).

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur á eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.
Topp 10 staðfestar leiðir sem stuðla að hamingjusömu ónæmiskerfi.
Aukinn skilningur á samspili örveruflórunnar og ónæmiskerfisins.
Aukinn skilningur á hvaða áhrif náttúruefni geta haft á ónæmiskerfið.
Aukinn skilningur á þætti ónæmiskerfisins í vírusvörnum og sjúkdómsmynd COVID-19.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað fagfólki á heilbrigðissviði, kennurum í lífvísindum á menntaskólastigi og öðrum sem áhuga hafa.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Sérfræðingar með fyrirlestra:
Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar LSH og prófessor við læknadeild HÍ. Sérfræðingur í almennum lyflækningum og klínískri ónæmisfræði.

Dr. Jóna Freysdóttir, ónæmisfræðingur við ónæmisfræðideild LSH og prófessor við læknadeild HÍ.

Michael V. Clausen, sérfræðilæknir á LSH. Sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis- og ónæmissjúkdómum.

Dr. Stefanía P. Bjarnarson, ónæmisfræðingur við ónæmisfræðideild LSH og dósent við læknadeild HÍ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ónæmiskerfið mitt í breyttum heimi

Verð
23000

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir grunnatri&eth;i &oacute;n&aelig;missvars, hvernig &thorn;a&eth; breytist &aacute; l&iacute;fslei&eth;inni, hvernig h&aelig;gt er a&eth; hafa &aacute;hrif &aacute; &thorn;a&eth; og hvernig samspil &thorn;ess vi&eth; &ouml;rverufl&oacute;ru l&iacute;kamans vi&eth;heldur heilbrig&eth;i okkar.</span>