Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Sjálfsvígsfræði

Verð 65.900 kr.
Nýtt

Fim. 23. sept. kl. 13:00 - 17:00 og fös. 24. sept. kl. 9:00 - 16:00

10 klst.

Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur og Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Með samstöðu og vitundarvakningu er hægt að fækka sjálfsvígum. Til þess þarf margt að smella saman en einn af mikilvægum þáttum er þekking á málefninu sem við teljum að þetta námskeið geti gefið þér.

Árlega eiga sér stað 30-50 sjálfsvíg á Íslandi og að auki eiga sér stað margar sjálfsvígstilraunir. Fækkun sjálfsvíga krefst samstöðu og fræðslu um málefnið.
Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og yfirsýn yfir málaflokkinn og benda á leiðir til að takast á við vandann.

Til grundvallar á námskeiðinu er bókin
Þjóð gegn sjálfsvígum - Sjálfsvígsfræði eftir Wilhelm Norðfjörð. Hún er innifalin í námskeiðsgjaldi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Sjálfsvígsatferli, tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna.
Áhættuþætti er varða sjálfsvíg, s.s. áföll, missi, geðræna sjúkdóma, áfengis- og vímuefnavanda.
Sorg og sorgarviðbrögð aðstandenda.
Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjálfsvígum.
Að mæta einstaklingi sem sýnir sjálfsvígsatferli.

Ávinningur þinn

Þú færð yfirsýn yfir sjálfsvígsfræðina.
Þú lærir aðferðir sem auðvelda þér að ná til skjólstæðings, fjölskyldu eða vinar.
Þú fyllist von eða jafnvel eldmóði þegar þú áttar þig á því að mikið meir er hægt að gera til að fyrirbyggja sjálfsvíg en hefur verið gert.
Þú áttar þig á því að allir verða að leggja eitthvað að mörkum til að við verðum „Þjóð gegn sjálfsvígum“.

Fyrir hverja

Kennara, námsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna, presta, lögreglumenn og fangaverði.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur fá afhenta bókina Þjóð gegn sjálfsvígum - Sjálfsvígsfræði.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur frá Árósaháskóla 1980. Framhaldsmenntun í samskiptafræðum, fjölskyldumeðferð og sjálfsvígsfræðum. Hefur unnið að fræðslumálum, með fötluðum, í sálfræðiþjónustu grunnskóla, meðferðarstörf, að sjálfsvígsforvörnum og rekið eigin sálfræðiþjónustu undanfarin 25 ár.

Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur með margþætta reynslu af meðferðarvinnu og fræðslu í áratugi. Stýrði m.a. verkefninu „Þjóð gegn þunglyndi“ sem var þverfaglegt fræðsluverkefni um helstu geðraskanir og sjálfsvígsforvarnir á vegum embættis landlæknis í mörg ár. Einnig tekið þátt í uppbyggingu og kennslu á ýmsum námskeiðum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sjálfsvígsfræði

Verð
65900

<span class="fm-plan">Me&eth; samst&ouml;&eth;u og vitundarvakningu er h&aelig;gt a&eth; f&aelig;kka sj&aacute;lfsv&iacute;gum. Til &thorn;ess &thorn;arf margt a&eth; smella saman en einn af mikilv&aelig;gum &thorn;&aacute;ttum er &thorn;ekking &aacute; m&aacute;lefninu sem vi&eth; teljum a&eth; &thorn;etta n&aacute;mskei&eth; geti gefi&eth; &thorn;&eacute;r.</span>