Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Skaðaminnkandi hugmyndafræði

- mannúðleg og gagnreynd nálgun við vímuefnavanda
Verð 25.100 kr.
Aðeins 2 sæti laus

Fös. 17. sept. kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Svala Jóhannesdóttir félags- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, sérsvið skaðaminnkandi nálgun og meðferð.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um skaðaminnkandi hugmyndafræði og inngrip, með áherslu á fólk sem glímir við vímuefnavanda. Megin áhersla skaðaminnkunar er að draga úr þeirri áhættu og skaða sem fylgir notkun vímuefna, með því að markmiði að aðstoða fólk við að halda lífi, að auka heilsu fólks og að styrkja öll skref í átt að jákvæðum breytingum hjá einstaklingum.

Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannúðleg og gagnreynd nálgun í starfi með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda. Hugmyndafræðin viðurkennir að margir sem hafa þróað með sér vímuefnavanda treysta sér ekki til eða vilja ekki hætta notkun á tilteknum tíma, vegna margvíslegra ástæðna. Hugmyndafræðin leggur áherslu á að fyrirbyggja áhættu og skaða (afleiðingar) sem fylgir notkun löglegra og ólöglegra vímuefna, fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina.

Skaðaminnkandi nálgun er viðbót við þau meðferðarúrræði og forvarnir sem eru til staðar í samfélaginu og vísar til stefnu, úrræða og verklaga. Hugmyndafræðin gagnast fólki sem glímir við vímuefnavanda, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi og samfélaginu í heild.

Í skaðaminnkun er lögð áhersla á að mæta einstaklingum þar sem þeir er staddir hverju sinni, að virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og að sýna þeim virðingu, skilning og samhygð. Lögð er áhersla á að virkja áhugahvöt og styrkja öll lítil skref í átt að jákvæðum breytingum hjá fólki. Kjarni skaðaminnkunar snýr að lýðheilsu og mannréttindum fólks sem notar vímuefni.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópska eftirlitsstofnunin um lyf og lyfjafíkn (EMCDDA) leggja áherslu á alhliða innleiðingu á skaðaminnkandi inngripum í samfélaginu.


Á námskeiðinu er fjallað um

Skaðaminnkandi hugmyndafræði, markmið og nálganir.
Gagnreynd skaðaminnkunarúrræði og inngrip og farið yfir skaðaminnkandi úrræði sem starfrækt eru á Íslandi.
Undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á þróun á vímuefnavanda, með sérstakri áherslu á að skoða áhrif áfalla og erfiðrar lífsreynslu á þróunina.
Þverkenningarlíkanið, þar sem áhersla er lögð á að skilja hugsanaferli fólks og áhugahvöt til skaðaminnkandi breytinga.
Lykilatriði í góðum og hjálplegum samskiptum í anda skaðaminnkunar.

Ávinningur þinn

Kynnist skaðaminnkandi hugmyndafræði og markmiðum nálgunarinnar.
Þekkir gagnreynd skaðaminnkandi inngrip og skaðaminnkandi úrræði á Íslandi.
Öðlast skilning á tengslum áfalla við þróun á vímuefnavanda og færð betri innsýn inn í eðli vandans hjá fólki.
Færni til að beita skaðminnkandi nálgun í starfi og lærir aðferðir sem leiða af sér betri árangur í þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að starfi með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda. Þar á meðal breiðum hópi starfsfólks innan félags- og heilbrigðiskerfisins, meðferðaraðilum, lyfjafræðingum, námsráðgjöfum og nemendum.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Svala Jóhannesdóttir hefur starfað með fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi, frá árinu 2007. Svala hefur starfað hjá Rauða krossinum og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og stýrt m.a. þremur skaðaminnkunarúrræðum, Frú Ragnheiðar verkefninu á höfuðborgarsvæðinu, Konukoti athvarfi fyrir heimilislausar konur og tímabundnu neyðarskýli í Covid. Svala hefur skoðað fjölmörg skaðaminnkandi úrræði erlendis og þróað og innleitt skaðaminnkandi inngrip hér á landi. Svala er menntuð í félagsfræði og para og fjölskyldumeðferð og er sérsvið hennar skaðaminnkandi nálgun og meðferð, áhugahvetjandi samtal og notendamiðuð þjónusta.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Verð
25100

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um ska&eth;aminnkandi hugmyndafr&aelig;&eth;i og inngrip, me&eth; &aacute;herslu &aacute; f&oacute;lk sem gl&iacute;mir vi&eth; v&iacute;muefnavanda. Megin &aacute;hersla ska&eth;aminnkunar er a&eth; draga &uacute;r &thorn;eirri &aacute;h&aelig;ttu og ska&eth;a sem fylgir notkun v&iacute;muefna, me&eth; &thorn;v&iacute; a&eth; markmi&eth;i a&eth; a&eth;sto&eth;a f&oacute;lk vi&eth; a&eth; halda l&iacute;fi, a&eth; auka heilsu f&oacute;lks og a&eth; styrkja &ouml;ll skref &iacute; &aacute;tt a&eth; j&aacute;kv&aelig;&eth;um breytingum hj&aacute; einstaklingum.</span>