

Valmynd
Mið. 11. okt. kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 17:30
Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á bæði sálræna þætti og tilvistarleg áhrif áfalla á líf skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Kynntar eru helstu leiðir sem hægt er að nota til að hjálpa þolendum áfalla og aðstandendum sem þurfa að vinna með þungbæra lífsreynslu.
Mismunandi úrvinnslu áfalla út frá sálgæslu annars vegar og sálfræði hins vegar og hvernig þessi tvö svið geta unnið saman.
Kenningar og fræðilegt samhengi milli áfalla og afleiðinga þeirra.
Áhrif áfalla sem skjólstæðingar lenda í og hvernig sú reynsla getur haft áhrif á fagaðila.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun á námskeiðinu og virk þátttaka nemenda er því nauðsynleg.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem áhuga hafa á málefninu og vilja nýta það í starfi.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á bæði sálræna þætti og tilvistarleg áhrif áfalla á líf skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Kynntar eru helstu leiðir sem hægt er að nota til að hjálpa þolendum áfalla og aðstandendum sem þurfa að vinna með þungbæra lífsreynslu.</span>