Staðnámskeið

Leyndarmál smiðanna

- miðaldabyggingar
Verð 25.200 kr.
Í gangi

Fim. 23. og 30. nóv. kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Dr. Grégory Cattaneo, miðaldasagnfræðingur og rithöfundur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á miðöldum voru smíðaðar dómkirkjur og víggirtir kastalar þrátt fyrir að tækniþróun nútímans hafi ekki verið fyrir að fara. Á þessu námskeiði verður fjallað um leyndarmál smiðanna á miðöldum og leitast við að komast að því hvernig þeir fóru að því að reisa svo háa, stóra og trausta minnisvarða. Gefin er innsýn í störf sem ekki hefur verið skrifað mikið um og leyndardóma sem voru huldir öllum þeim sem ekki kunnu að afkóða steina og tákn.

Handverk, heilög rúmfræði, arfur fornaldar og áhrif trúarbragða í listinni eru meðal umfjöllunarefna á námskeiðinu þar sem þátttakendur skyggnast inn í óskrifaða sögu. Hvernig störfuðu arkitektar, verkefnastjórar, múrarar, smiðir, myndhöggvarar, þaksmiðir, glersmiðir, pípulagningamenn og málarar miðalda? Hvaða leyndarmál er falið á bak við byggingarnar sem miðaldir skildu eftir okkur?

Á námskeiðinu er fjallað um

Miðaldabyggingar - táknfræði, reglur og myndun þeirra. Hvernig fóru iðnaðarmenn miðalda að því að reisa mikilfenglegar byggingar sem sumar standa enn?
Heilaga rúmfræði og miðlun fornrar þekkingar: Leyndarmál smiðanna.
Ákveðin dæmi úr gotneskum dómkirkjum (Chartres dómkirkjan í Frakklandi) og víggirtum kastölum (Guédelon í Frakklandi) sem notuð eru til að varpa ljósi á tækni og aðferðir.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á störfum miðaldasmiða og skilningur á leyndarmál þeirra út frá raunverulegum dæmum.
Aukinn skilningur á sögulegri starfsemi sem ekki hefur verið mikið fjallað eða skrifað um.
Aukin þekking á táknfræði gotneskrar listar og vísindunum á bak við hana.

Fyrir hverja

Allt áhugafólk um sagnfræði, byggingarlist og miðaldir, um framandi sögu og menningu og öll sem vilja kynna sér eitthvað áhugavert og nýtt.

Nánar um kennara

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leyndarmál smiðanna

Verð
25200

<span class="fm-plan">&Aacute; mi&eth;&ouml;ldum voru sm&iacute;&eth;a&eth;ar d&oacute;mkirkjur og v&iacute;ggirtir kastalar &thorn;r&aacute;tt fyrir a&eth; t&aelig;kni&thorn;r&oacute;un n&uacute;t&iacute;mans hafi ekki veri&eth; fyrir a&eth; fara. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fjalla&eth; um leyndarm&aacute;l smi&eth;anna &aacute; mi&eth;&ouml;ldum og leitast vi&eth; a&eth; komast a&eth; &thorn;v&iacute; hvernig &thorn;eir f&oacute;ru a&eth; &thorn;v&iacute; a&eth; reisa svo h&aacute;a, st&oacute;ra og trausta minnisvar&eth;a. Gefin er inns&yacute;n &iacute; st&ouml;rf sem ekki hefur veri&eth; skrifa&eth; miki&eth; um og leyndard&oacute;ma sem voru huldir &ouml;llum &thorn;eim sem ekki kunnu a&eth; afk&oacute;&eth;a steina og t&aacute;kn.</span>