Valmynd
Mán. 12. - mið. 14. júní kl. 8:00 - 16:00 (3x)
Dr. Gísli Kort Kristófersson og Sólveig Fríða Kjærnested
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Þriggja daga vinnusmiðja þar sem farið verður yfir gagnreyndar aðferðir til að koma á, viðhalda og styrkja meðferðarsambandið. Sérstaklega verður lögð áhersla á verklegar æfingar og unnið verður með klínísk dæmi alla þrjá dagana.
Heill dagur verður tekinn í krefjandi samskipti og hvernig hægt er að draga úr valdabaráttu í meðferðarsambandinu. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að lágmarka streitu sem krefjandi vinnu með skjólstæðingum fylgir.
Sögu og samhengi meðferðarsambandsins.
Af hverju meðferðarsambandið skiptir máli.
Hvort hægt sé að kenna meðferðarsambandið.
Hvernig gott meðferðarsamband lítur út.
Valdabaráttu og meðferðarsambandið.
Gagnreyndar aðferðir til að styrkja meðferðarsambandið.
Þætti sem fagaðilar þurfa að hafa í huga til að lágmarka eigið álag
í vinnu með einstaklingum með krefjandi hegðun.
Að verða ánægðari í vinnu með skjólstæðinga.
Betri árangur óháð inngripum sem þú notar.
Valdefling í starfi.
Aukinn skilningur á meðferðarsambandinu og hvað þú getur gert til að vinna með það.
Aukin færni til að vinna að öflugra meðferðarsambandi.
Vinnusmiðjan er ætluð fyrir heilbrigðisfagfólk sem vinnur náið meðferðarstarf með einstaklingum með geðrænar áskoranir, t.d sálfræðinga, lækna, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sjúkrahúspresta/presta.
Dr. Gísli Kort Kristófersson er sérfræðingur í geðhjúkrun, dósent við Háskólann á Akureyri, aðjúnkt við University of Minnesota og Háskóla Íslands. Gísli útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi, á legudeildum fullorðinna, BUGL og í þverfaglegum samfélagsteymum, einkastofu og göngudeildarþjónustu. Ásamt kennslu og fræðastörfum starfar Gísli sem sérfræðingur í geðhjúkrun á einkastofu og á SAk.
Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún útskrifaðist 2010 sem sálfræðingur frá Háskólanum í Árósum og fékk séfræðileyfi 2020. Sólveig Fríða hefur starfað sem sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, sem MST þerapisti (fjölkerfameðferð) og starfar í dag sem sálfræðingur á Landspítalanum, á öryggis- og réttargeðdeild.
ATH! Aðeins er gert ráð fyrir 30 plássum í vinnusmiðjunni. Undirbúningskröfur námskeiðs er lestur bókarinnar: Stop walking on Eggshells: taking your life back when someone you care about has borderline personality disorder. Eftir Mason og Kreger. Þriðja útgáfa. Fæst m.a. gegnum Audible og Storytel.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Þriggja daga vinnusmiðja þar sem farið verður yfir gagnreyndar aðferðir til að koma á, viðhalda og styrkja meðferðarsambandið. Sérstaklega verður lögð áhersla á verklegar æfingar og unnið verður með klínísk dæmi alla þrjá dagana.</span>