Fjarnámskeið

Stutt ágrip af geðlyfjafræði

- Allt sem þú vildir vita um geðlyfjafræði en þorðir ekki að spyrja um
Verð 52.700 kr.
Í gangi

Þri. 16. og 23. apríl kl. 12:00 - 16:00

8 klst.

Dr. Gísli Kort Kristófersson, sérfræðingur í geðhjúkrun, pófessor við Háskólann á Akureyri, aðjúnkt við University of Minnesota og Háskóla Íslands

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á þessu námskeiði verða kynnt helstu hugtök á sviði geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast þeim sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Grunnhugtök á sviði geðlyfjafræði og meðhöndlun þeirra fyrir notanda sem fá meðferð vegna geðrænna raskana.
Hvernig meta á rannsóknarniðurstöður til að ákvarða hversu viðeigandi ákveðnar viðbótarmeðferðir eru sem hluti af meðferðaráætlun notanda.
Hvernig nýta má nýjustu þekkingu á geðlyfjafræði í samvinnu við þverfaglegt teymi ásamt notanda og fjölskyldu hans.

Ávinningur þinn

Verður færari um að taka þátt í samræðum um geðlyfjameðferð í þverfaglega teyminu.
Öðlast aukinn skilning á geðlyfjameðferð skjólstæðinga þinna og færð heildrænni sýn á meðferðaráætlun þeirra.
Aukin færni til að meta áhrif aukaverkana ólíkra geðlyfja og viðeigandi leiðir til að takast á við þær.
Aukin þekking á gagnreyndri notkun geðlyfja í meðferð helstu geðrænna áskorana.

Fyrir hverja

Námskeiðið er einkum ætlað heilbrigðisfagfólki sem vinnur með notendum geðheilbrigðisþjónustunnar en ávísar ekki lyfjum sjálft.

Nánar um kennara

Dr. Gísli Kort Kristófersson er sérfræðingur í geðhjúkrun, prófessor við Háskólann á Akureyri, aðjúnkt við University of Minnesota og Háskóla Íslands. Gísli útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi, á legudeildum fullorðinna, BUGL og í þverfaglegum samfélagsteymum, einkastofu og göngudeildarþjónustu. Ásamt kennslu og fræðastörfum starfar Gísli sem sérfræðingur í geðhjúkrun á einkastofu og á SAk. Gísli hefur reynslu af ávísun lyfja frá Bandaríkjunum og hefur kennt geðlyfjafræði á framhaldsháskólastigi um árabil á Íslandi og Bandaríkjunum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stutt ágrip af geðlyfjafræði

Verð
52700

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;a kynnt helstu hugt&ouml;k &aacute; svi&eth;i ge&eth;lyfjafr&aelig;&eth;i og hvernig &thorn;au n&yacute;tast &thorn;eim sem f&aacute; lyfjame&eth;fer&eth; vegna ge&eth;r&aelig;nna raskana. S&eacute;rst&ouml;k &aacute;hersla er l&ouml;g&eth; &aacute; a&eth; nota n&yacute;justu &thorn;ekkingu innan ge&eth;lyfjafr&aelig;&eth;innar fyrir notendur ge&eth;heilbrig&eth;is&thorn;j&oacute;nustunnar &aacute; mismunandi vettvangi.</span>