Fjarnámskeið

Vitræn geta og endurhæfing fólks með geðraskanir

Verð 39.500 ISK
Í gangi

Þri. 21. og mið. 22. mars kl. 8:30 - 12:00

7 klst.

Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum við HÍ

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að fræða þátttakendur um vitrænan vanda í geðröskunum og hvernig sá vandi hefur áhrif á færni í daglegu lífi. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á vitræna þætti og áhrif vitrænnar getu á líf þeirra sem glíma við geðraskanir. Kynntar verða aðferðir vitrænnar endurhæfingar og félagsskilningsþjálfunar. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga.

Truflun á vitrænum þáttum, s.s. athygli, einbeitingu, vinnsluhraða, minni, stýrifærni og félagslegum skilningi er partur af einkennamynd margra geðraskana og getur haft umtalsverð áhrif á færni í daglegu lífi, s.s. samskipti, sjálfstraust og lífsgæði. Mikill breytileiki er milli einstaklinga og getur einstaklingur verið með félagsskilningsvanda án þess að eiga í vanda með athygli og minni eða öfugt. Því er gagnlegt að þekkja ólíkar birtingarmyndir vitræns vanda og viðeigandi leiðir til að bregðast við.

Vitræn endurhæfing og félagsskilningsþjálfun eru aðferðir sem byggja á atferlismótun, kennslufræði og hugrænni atferlismeðferð og er markmiðið að bæta vitræna þætti varanlega og stuðla að því að árangurinn nýtist í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Umfang og eðli skertrar vitrænnar getu hjá fólki með ólíkar geðraskanir og áhrif á daglegt líf.
Aðferðir vitrænnar endurhæfingar og félagsskilningsþjálfunar.
Vinnu með skjólstæðingum sem eru með umtalsverða vitræna skerðingu.

Ávinningur þinn

Betri skilningur á vitrænni getu og hvernig vitræn skerðing hefur áhrif á daglegt líf hjá fólki með geðraskanir.
Hagnýt ráð til að koma upplýsingum til skila á einstaklingsmiðaðan hátt til fólks með geðraskanir.
Þekking á aðferðum vitrænnar endurhæfingar og félagsskilningsþjálfunar.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir fólk með fagmenntun sem starfar með unglingum eða fullorðnu fólki sem glímir við geðraskanir.

Nánar um kennara

Ólína G. Viðarsdóttir er með BA og kandidatspróf í sálfræði, auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Ólína hugræna getu og áhrif hugrænnar endurhæfingar á hugræna getu, líðan og færni í daglegu lífi. Ólína starfar sem sálfræðingur á geðþjónustu Landspítala. Auk þess sinnir Ólína gestakennslu við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vitræn geta og endurhæfing fólks með geðraskanir

Verð
39500

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur l&ouml;g&eth; &aacute;hersla &aacute; a&eth; fr&aelig;&eth;a &thorn;&aacute;tttakendur um vitr&aelig;nan vanda &iacute; ge&eth;r&ouml;skunum og hvernig s&aacute; vandi hefur &aacute;hrif &aacute; f&aelig;rni &iacute; daglegu l&iacute;fi. Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; &thorn;&aacute;tttakendur &ouml;&eth;list f&aelig;rni og inns&aelig;i &aacute; vitr&aelig;na &thorn;&aelig;tti og &aacute;hrif vitr&aelig;nnar getu &aacute; l&iacute;f &thorn;eirra sem gl&iacute;ma vi&eth; ge&eth;raskanir. Kynntar ver&eth;a a&eth;fer&eth;ir vitr&aelig;nnar endurh&aelig;fingar og f&eacute;lagsskilnings&thorn;j&aacute;lfunar. Kennsla er &iacute; formi fyrirlestra, umr&aelig;&eth;na, verkefna og &aelig;finga.</span>