Fjarnámskeið

Sálræn áföll - áfallamiðuð nálgun og þjónusta

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 15. september
Almennt verð 29.600 kr. 26.900 kr.

Mið. 25. og fim. 26. sept. kl. 13:00 - 15:00

4 klst.

Dr. Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Sálræn áföll og áfallamiðuð nálgun er námskeið þar sem fjallað er um skilgreiningar, forvarnir og einkenni sálræns áfalls. En þær geta komið fram og sem líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Skoðaðar eru og þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Einnig er fjallað um áfallamiðaða nálgun og þjónustu.

Á þessu stutta námskeiði er áhersla á fræðslu um forvarnir, einkenni og afleiðingar þeirra sem verða fyrir sálrænum áföllum. Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Skoðaðar eru þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þverfaglegri þjónustu. Skoðað er hvað fellst í áfallamiðaðri nálgun og þjónustu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Skilgreiningar og einkenni áfalla.
Afleiðingar áfalla fyrir heilsufar og líðan.
Heildræna nálgun og viðbrögð við áföllum.
Áfallamiðaða þjónustu.

Ávinningur þinn

Þekkir skilgreiningar og einkenni hjá einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum.
Þekkir afleiðingar áfalla fyrir heilsufar og líðan og getur þannig brugðist við í starfi og leik.
Veist hvernig á að nálgast einstaklinga eftir áföll og kannt rétt viðbrögð með heildrænni nálgun.
Þekkir ferli áfallamiðaðrar nálgunar og innleiðingar í kerfið.

Fyrir hverja

Heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í skólum, viðbragðsaðila, starfsfólk í dómskerfinu.

Nánar um kennara

Dr. Sigrún Sigurðardóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og ofbeldi, afleiðingar þess og úrræði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sálræn áföll - áfallamiðuð nálgun og þjónusta

Verð
29600

<span class="fm-plan">S&aacute;lr&aelig;n &aacute;f&ouml;ll og &aacute;fallami&eth;u&eth; n&aacute;lgun er n&aacute;mskei&eth; &thorn;ar sem fjalla&eth; er um skilgreiningar, forvarnir og einkenni s&aacute;lr&aelig;ns &aacute;falls. En &thorn;&aelig;r geta komi&eth; fram og sem l&iacute;kamlegar, s&aacute;lr&aelig;nar og f&eacute;lagslegar aflei&eth;ingar. Sko&eth;a&eth;ar eru og &thorn;&aelig;r lei&eth;ir sem einstaklingar geta vali&eth; til &uacute;rvinnslu og me&eth;fer&eth;ar. Einnig er fjalla&eth; um &aacute;fallami&eth;a&eth;a n&aacute;lgun og &thorn;j&oacute;nustu.</span>