

Valmynd
Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Mán. 16. og 23. mars kl. 19:30 - 21:30 hjá Endurmenntun á Dunhaga 7 og lau. 28. mars kl. 14:00 sýning á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi.
6.5 klst. 
Unnur Ösp Stefánsdóttir

Halldór Guðmundsson

Endurmenntun Háskóla Íslands
„Hvernig skyldu menn lifa á svona stað? Og hvernig skyldu menn deyja?“
Námskeiðið er haldið í tengslum við leiksýningu Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Þjóðleikhússins, Salka – ástin og dauðinn. Unnur Ösp Stefánsdóttir semur og flytur leikverkið, sem byggt er á fyrri hluta Sölku Völku eftir Halldór Laxness, Þú vínviður hreini. Í sýningunni þræðir Unnur Ösp sig í gegnum sögu Sölku Völku, einnar eftirminnilegustu persónu Halldórs Laxness, umvafin tónlist úr plötusafni höfundarins sem var honum innblástur við skrif bókarinnar. Í návígi við áhorfendur kallar Unnur fram stórbrotnar persónur sögunnar, með magnaðan texta Laxness að vopni.
Á námskeiðinu fjallar Halldór Guðmundsson um skáldsöguna Sölku Völku. Unnur Ösp Stefánsdóttir segir frá tildrögum sýningarinnar og nálgun sinni við efniviðinn. Námskeiðinu lýkur með sýningu verksins í Landnámssetrinu í Borgarnesi, og eftir sýningu er boðið upp á umræður með Unni Ösp.
Dagskrá námskeiðs:
Mánudagur 16. mars kl. 19:30 - 21:30: Halldór Guðmundsson fjallar um skáldsöguna Sölku Völku í húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7.
Mánudagur 23. mars kl. 19:30 - 21:30: Unnur Ösp Stefánsdóttir veitir innsýn í leikverkið Salka – ástin og dauðinn í húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7.
Laugardagur 28. mars kl. 14:00: Salka – ástin og dauðinn, sýning fyrir þátttakendur á námskeiðinu á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Umræður með Unni Ösp að sýningu lokinni. Miði á sýninguna er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
Þátttakendur sjá sjálfir um ferðir til og frá Borgarnesi en vakin er athygli á því að strætisvagnaleið 57 gengur á milli Reykjavíkur og Borgarness, sjá hér: https://www.straeto.is/skipuleggja-ferd.
Hægt er að panta hádegisverðarhlaðborð á Landnámssetrinu fyrir sýningu, sjá hér: https://www.landnam.is/
Nánari upplýsingar um leiksýninguna er að finna á vef Þjóðleikhússins, https://leikhusid.is/syningar/salka-valka/
Halldór Guðmundsson er rithöfundur með langa reynslu af bókaútgáfu og öðru starfi á vettvangi bókmenntanna.
Unnur Ösp Stefánsdóttir er leikskáld, leikari og leikstjóri.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, hefur umsjón með námskeiðinu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.