Staðnámskeið

Draumaþjófurinn - fjölskyldusýning í Þjóðleikhúsinu

Verð 10.500 ISK

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Í gangi

Sun. 26. mars kl. 10:30-12:00 í Þjóðleikhúsinu, Hverfisgötu 19
Sun. 26. mars kl. 13:00 sýning á stóra sviði Þjóðleikhússins.

4 klst.

Gunnar Helgason rithöfundur, Björk Jakobsdóttir leikgerðarhöfundur og Ilmur Stefánsdóttir leikmyndarhöfundur

Þjóðleikhúsið Hverfisgötu 19

Námskeið

Í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Nýrri dagsetningu bætt við vegna mikillar eftirspurnar.

Á námskeiðinu koma þátttakendur í heimsókn í leikhúsið. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar sem leikritið er byggt á, og Björk Jakobsdóttir, höfundur leikgerðarinnar, segja frá verkinu og því hvernig leiksýning byggð á bók verður til. Farið verður í könnunarleiðangur um ævintýralega leikmyndina á Stóra sviðinu í fylgd Ilmar Stefánsdóttur leikmyndahöfundar. Eftir stutt hádegishlé hefst svo leiksýningin sjálf.

Námskeiðið er ætlað börnum og fullorðnum en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna. Vinsamlega takið fram við skráningu hversu marga skal skrá á námskeiðið til viðbótar við þann sem bókar. Miði á leiksýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Draumaþjófurinn er glænýtt íslenskt leikverk, byggt á geysivinsælli, samnefndri bók Gunnars Helgasonar, í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Verkið er æsispennandi þroskasaga, með litskrúðugum og skemmtilegum persónum, þar sem tekist er á við margt sem skiptir okkur svo miklu máli í dag. Sagan birtist hér í sannkallaðri stórsýningu með grípandi lögum eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, miklu sjónarspili og óviðjafnanlegum dansatriðum Lee Proud.
 
Í Draumaþjófnum hverfum við inn í litríkan, spennandi og stórhættulegan söguheim sem á engan sinn líka. Hetjan okkar hún Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís – eða bara Eyrdís – þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu.

Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum gnæfir Skögultönn foringi sem öllu ræður. En daginn sem Eyrdís dóttir Skögultannar gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu. Rottuprinsessan litla neyðist til að flýja inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur Draumaþjófurinn er sendur til að bjarga henni – eða til að deyja!

Á námskeiðinu er fjallað um

Draumaþjófinn – leikrit og bók.
Uppsetningu leiksýningar.
Leikmynd.

Ávinningur þinn

Að kynnast því hvernig leiksýning verður til.

Fyrir hverja

Fyrir áhugafólk um leikhús á öllum aldri, börn og fullorðna.

Nánar um kennara

Gunnar Helgason hefur á undanförnum árum sent frá sér hverja metsölubókina á fætur annarri fyrir börn og unnið til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókaverðlauna barnanna.
Björk Jakobsdóttir hefur leikstýrt fjölda sýninga og samið leikrit og leikgerðir sem m.a. hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum í Gaflaraleikhúsinu.
Ilmur Stefánsdóttir hefur gert leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Draumaþjófurinn - fjölskyldusýning í Þjóðleikhúsinu

Verð
10500

<span class="fm-bold">N&yacute;rri dagsetningu b&aelig;tt vi&eth; vegna mikillar eftirspurnar.<br/></span><span class="fm-plan"><br/>&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu koma &thorn;&aacute;tttakendur &iacute; heims&oacute;kn &iacute; leikh&uacute;si&eth;. Gunnar Helgason, h&ouml;fundur b&oacute;karinnar sem leikriti&eth; er byggt &aacute;, og Bj&ouml;rk Jakobsd&oacute;ttir, h&ouml;fundur leikger&eth;arinnar, segja fr&aacute; verkinu og &thorn;v&iacute; hvernig leiks&yacute;ning bygg&eth; &aacute; b&oacute;k ver&eth;ur til. Fari&eth; ver&eth;ur &iacute; k&ouml;nnunarlei&eth;angur um &aelig;vint&yacute;ralega leikmyndina &aacute; St&oacute;ra svi&eth;inu &iacute; fylgd Ilmar Stef&aacute;nsd&oacute;ttur leikmyndah&ouml;fundar. Eftir stutt h&aacute;degishl&eacute; hefst svo leiks&yacute;ningin sj&aacute;lf. <br/><br/>N&aacute;mskei&eth;i&eth; er &aelig;tla&eth; b&ouml;rnum og fullor&eth;num en b&ouml;rn &thorn;urfa a&eth; vera &iacute; fylgd fullor&eth;inna.&nbsp;Vinsamlega taki&eth; fram vi&eth; skr&aacute;ningu hversu marga skal skr&aacute; &aacute; n&aacute;mskei&eth;i&eth; til vi&eth;b&oacute;tar vi&eth; &thorn;ann sem b&oacute;kar. Mi&eth;i &aacute; leiks&yacute;ningu er innifalinn &iacute; n&aacute;mskei&eth;sgjaldi.</span>