

Valmynd
Mið. 1. og 8. nóv. kl. 20:00 - 22:00
Dr. Grégory Cattaneo, miðaldasagnfræðingur og rithöfundur
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Dreymir þig um að uppgötva Frakkland utan alfaraleiða? Á þessu námskeiði er fjallað um tvö af minna þekktum svæðum í Frakklandi, Bourgogne og Pays de la Loire. Farið er yfir þessi minna þekktu landsvæði og fjallað um lykilstaði, sögu og menningu. Einnig er farið yfir hagnýtar upplýsingar sem koma sér vel þegar skipuleggja á ferðir þangað á eigin vegum.
Bourgogne
Þátttakendur uppgötva og læra um menningu og sögu franska héraðsins Bourgogne sem meðal annars er þekkt fyrir sögulegan bardaga Vercingétorix við Julius Caesar í Alesia og sum af bestu vínum heims. Bourgogne héraðið átti oft í erjum við Konungsríkið Frakkland, það var sitt eigið villimannaríki, evrópsk trúarmiðstöð með klaustrinu Cluny og miðstöð besta víngarðs Evrópu.
Pays de la Loire
Fjallað er um franska héraðið Centre-Val de Loire sem umkringir Loire dalinn. Hér er uppruni franska endurreisnartímans með þekktum kastölum á borð við Chambord, Amboise og Cheverny sem og málverkum Francois I konungs og Leonardo da Vinci.
Sögu Bourgogne og Pays de la Loire sem sjálfstæðra svæða og hluta Frakklands. Helstu kennileiti og markverða áfangastaði.
Sögu Bourgogne (ísl. Búrgúndí) allt til 20. aldar, bardaga Vercingetorix og Cesar, Cluny klaustrið og mikilvægi þess í menningu og trúarbrögðum miðalda.
Mikilvægustu þætti vín- og matargerðar á svæðinu.
Loire dalinn sem segja má að sé eins konar hjarta Frakklands.
Sögu Orleans í gegnum myndir af Jóhönnu af Örk og Hundrað ára stríðinu.
Sögu Da Vinci í Frakklandi - alvöru Da Vinci lykilinn!
Góð yfirferð yfir tvö af óþekktari svæðum í Frakklandi: Bourgogne og Pays de la Loire.
Innsýn í sögu, menningu og listir landsvæðanna og þróun þeirra.
Grunnur til að skipuleggja ferð á þessa staði á eigin vegum.
Allt ferðaáhugafólk, áhugafólk um Frakkland, um framandi sögu og menningu og öll sem vilja kynna sér eitthvað áhugavert og nýtt.
Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin átta ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Dreymir þig um að uppgötva Frakkland utan alfaraleiða? Á þessu námskeiði er fjallað um tvö af minna þekktum svæðum í Frakklandi, Bourgogne og Pays de la Loire. Farið er yfir þessi minna þekktu landsvæði og fjallað um lykilstaði, sögu og menningu. Einnig er farið yfir hagnýtar upplýsingar sem koma sér vel þegar skipuleggja á ferðir þangað á eigin vegum.</span>