

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 25. nóv. kl. 17:00 - 20:00
Jósep Örn Blöndal
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á námskeiðinu verður fjallað um þær ótal ráðlegginga sem fólk með bak- og hálsverki fær — ýmist frá læknum, sjúkraþjálfurum, íþróttafræðingum og öðrum fagstéttum, en líka frá ættingjum, vinum, samstarfsfólki og vinnuveitendum. Margar slíkar ráðleggingar reynast gagnslausar og sumar geta jafnvel verið skaðlegar. Við rýnum í hvað stenst og hvað ekki, og greinum vandlega þar á milli.
Einnig verður farið yfir vísindagrunn á sviðinu. Við stiklum á sögulegri þróun bakvandamála, greiningaraðferðum og meðferðum, og setjum þá þekkingu í samhengi við nútímann. Markmiðið er að draga sérstaklega fram það sem er raunverulega nytsamlegt fyrir klíníska framkvæmd og daglegt líf skjólstæðinga.
Ætlunin er að gera þeim, sem námskeiðið sitja, kleift að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á nytsemi/gagnsleysi ráðlegginga við bak- og hálsverkjum og einnig hvert hyggilegast er að leita til greiningar og meðferðar.
Í síðasta hluta námskeiðsins verður lögð áhersla á gott og undirbyggt veganesti í formi almennra ráðlegginga, sem nýtast munu þátttakendum í nútíð og framtíð.
Talið er að meira en 80% landsmanna fái bakverki eða hálsverki einhvern tíma á lífsleiðinni. Námskeiðið á því erindi til allra, óháð aldri, þjóðerni, trúarbrögðum, kyni, starfi, áhugamálum, pólitískum skoðunum - í stuttu máli - til allra.
Jósep Ó. Blöndal er almennur skurðlæknir, en með víðtæka menntun og reynslu í stoðkerfisfræði, með sérstaka áherslu á bakvandamál. Hann hefur haldið ótal fyrirlestra og námskeiða, bæði heima og erlendis og kennt verðandi heimilislæknum og sjúkraþjálfunarnemum við H.Í. Jósep er annar af tveimur stofnendum Háls- og bakdeildar St.Franciskusspítala í Stykkishólmi. Hann er heiðursfélagi í Verkjalæknafélagi Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.