Facebook Pixel
Netnámskeið

Lykilhæfni leiðtoga á framtíðarvinnumarkaði

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

1.5 klst.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Herdís Pála Pálsdóttir

Hvar og hvenær sem er

Peningur 29.900 kr.
Námskeið

Þetta námskeið er fyrir stjórnendur sem vilja efla getu sína til að leiða sjálfa sig og aðra í síbreytilegu og krefjandi starfsumhverfi.
Vinnumarkaður framtíðarinnar krefst sveigjanleika, skapandi hugsunar og hæfni til að læra og aðlagast stöðugt. Það kallar á að stjórnendur endurhugsi nálgun sína við stjórnun, í takt við breytingar sem eru allt umlykjandi, s.s. fjölgun kynslóða á vinnumarkaði, breyttar hugmyndir og væntingar vinnandi fólks, hraðari tækniþróun o.fl.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Strauma og stefnur sem hafa áhrif á hvernig vinnumarkaðurinn þróast og þar með áhrif á hvernig stjórnun þarf að breytast.
  • Lykilfærniþætti sem stjórnendur framtíðarinnar þurfa að tileinka sér.

Ávinningur þinn

  • Aukin færni til að leiða sjálfa sig og aðra.
  • Aukin geta til að lesa í hvernig straumar og stefnur hafa áhrif á daglega stjórnun.
  • Aukin geta til að stjórna á vinnumarkaði framtíðarinnar.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir stjórnendur, þau sem stefna á að verða stjórnendur og þau sem vilja skilja betur af hverju stjórnunaraðferðir fortíðarinnar og dagsins í dag eru ekki líklegar til að virka vel á vinnumarkaði framtíðarinnar.

Aðrar upplýsingar

Aðgangur að netnámskeiðinu er opinn í þrjá mánuði frá greiðslu.

Áhorf og hlustun tekur um 90 mínútur, auk þess fylgja upprifjunar spurningar og íhugunarefni til að auðvelda þátttakendum að tileinka sér efnið. 

Enginn undirbúningur er nauðsynlegur fyrir námskeið, aðeins áhugi á því að undirbúa sig fyrir aukinn árangur í breyttu umhverfi.

Bókin Völundarhús tækifæranna, bylting á vinnumarkaði, giggarar og aukin lífsgæði, eftir Dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur og Herdísi Pálu Pálsdóttur, gæti verið áhugaverð viðbótarlesning fyrir þátttakendur.

Nánar um kennara

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Árelía hefur doktorspróf á sviði vinnumarkaðsfræða og hefur í mörg ár kennt um framtíðarvinnumarkað. 

Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur stjórnandi á sviði mannauðsmála o.fl. Herdís Pála er með MBA-próf, með áherslu á mannauðsstjórnun, og hefur starfað lengi sem mannauðsstjóri, hérlendis og erlendis.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Lykilhæfni leiðtoga á framtíðarvinnumarkaði

Verð
29900