Staðnámskeið

Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi

- viðbrögð, úrræði og verkfæri
Verð 47.200 kr.
Í gangi

Mán. 27. nóv. og 4. des. kl. 14:00 - 17:00

6 klst.

Soffía Ámundadóttir er grunnskólakennari, leikskólakennari, með BA í táknmálsfræðum og táknmálstúlkun og meistaragráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeið er endurtekið á misseri vegna mikillar eftirspurnar.

Ofbeldishegðun og hegðunarvandi nemenda eru vaxandi vandamál innan skólakerfisins. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að nemendur beita ofbeldi vegna vanlíðanar, geðrænna erfiðleika, skorts á viðeigandi bjargráðum, samskiptahæfni og fleiri þátta. Ábyrgð starfsfólks skóla er mikil og mikilvægt að koma til móts við þarfir þessara nemenda og hjálpa þeim að þroskast við öruggar aðstæður.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á bæði ofbeldishegðun nemenda og hegðunarvanda. Kynntar eru helstu leiðir sem hægt er að fara til að hjálpa nemendum. Fjallað verður um rannsóknir á viðfangsefninu, algengi, ástæður, viðbrögð, úrræði og verkfæri sem hægt er að styðjast við til að leysa þessi viðkvæmu mál.
Mikil aukning hefur verið á ofbeldi nemenda og alvarlegum birtingarmyndum þess, samhliða ákveðnu úrræðaleysi. Starfsfólk skóla upplifa sig stundum óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum. Erfiðleikar nemenda sem beita ofbeldi eru margþættir og þörf er á heildrænum stuðningi og lausnum. Skortur er á miðstýrðum verkferlum, viðbragðsáætlunum, markvissari skráningu og öflugri fræðslu fyrir alla aðila skólasamfélagsins. Starfsumhverfi skólans er að ýmsu leyti ófullnægjandi, umræðan á samfélagsmiðlum óvægin og flókið ferli að vinna úr grófum ofbeldismálum.
Mikilvægt er að ofbeldi innan veggja skólans sé tekið föstum tökum, að faglegur stuðningur sé aukinn sem og mun markvissari aðkoma skólayfirvalda og annarra opinberra stofnana að málefnum nemenda sem beita ofbeldi. Stjórnendur skóla þurfa að skoða skólann sinn út frá nemendum sem beita ofbeldi, þeirri skólamenningu sem ríkir hverju sinni og stjórnunarstíl, ásamt því að fara yfir aðferðir kennara, aðstöðu og þarfir nemenda og samstarf við foreldra. Allir þessir þættir hafa áhrif og segja til um þann árangur sem næst með nemendur. Mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk skólans þekki vel til þeirra úrræða og ferla sem til eru, bendi á það sem betur má fara í málefnum nemenda sem beita ofbeldi og að skólasamfélagið sé tilbúið að opna umræðuna um þetta viðkvæma málefni.

Á námskeiðinu er fjallað um

Helstu ástæður ofbeldishegðunar nemenda, algengi, viðbrögð, orsök og afleiðingar. Margþættan og oft og tíðum langvarandi vanda nemenda sem beita ofbeldi. Af hverju beita þessir nemendur ofbeldi?
Þau úrræði sem eru í boði; stuðning, verkfæri, verkferla, forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Birtingarmyndir ofbeldis í skólastarfi, skilgreiningar á ofbeldi og klípusögur.
Mörk ofbeldis og hvar þú dregur mörkin sem fagmaður. Skoðað með augum allra í skólasamfélaginu.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á hugtökum, rannsóknum, einkennum og áhrifum.
Gátlisti – þú færð verkfæri í hendur til að skoða stöðuna í þínum skóla.
Að skilja betur mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, ferlið í heild sinni, áfallasögu nemenda, áhugasvið, styrkleika, skipulag, stífan ramma og aðlagað námsefni.
Aukið öryggi við að leysa vanda nemenda sem beita ofbeldi og hegðunarvanda.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu fagfólki sem starfar við leik- og, grunnskóla, frístundaheimili, félagsþjónustu, barnavernd, heilsugæslu og alla þá sem hafa áhuga á viðfangsefninu.

Nánar um kennara

Soffía Ámundadóttir er grunnskólakennari, leikskólakennari, með BA-próf í táknmálsfræðum og táknmálstúlkun og meistaragráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana, ásamt því að vera knattspyrnuþjálfari. Soffía hefur starfað síðasta áratug í Brúarskóla sem er sérskóli fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda. Í meistararitgerð sinni rannsakaði hún ofbeldi nemenda en ritgerðin ber yfirskriftina „Við sættum okkur ekki við ofbeldi“. Auk þess hefur Soffía starfað í skólum síðustu 30 ár, haldið málþing um ofbeldi nemenda, flutt fyrirlestra og skrifað greinar um málefnið.

Aðrar upplýsingar

Fyrir áhugasama verður bent á greinar og ítarefni.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi

Verð
47200

<span class="fm-plan">Ofbeldisheg&eth;un og heg&eth;unarvandi nemenda eru vaxandi vandam&aacute;l innan sk&oacute;lakerfisins. Ni&eth;urst&ouml;&eth;ur erlendra ranns&oacute;kna s&yacute;na a&eth; nemendur beita ofbeldi vegna vanl&iacute;&eth;anar, ge&eth;r&aelig;nna erfi&eth;leika, skorts &aacute; vi&eth;eigandi bjargr&aacute;&eth;um, samskiptah&aelig;fni og fleiri &thorn;&aacute;tta. &Aacute;byrg&eth; starfsf&oacute;lks sk&oacute;la er mikil og mikilv&aelig;gt a&eth; koma til m&oacute;ts vi&eth; &thorn;arfir &thorn;essara nemenda og hj&aacute;lpa &thorn;eim a&eth; &thorn;roskast vi&eth; &ouml;ruggar a&eth;st&aelig;&eth;ur.</span>