

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 2. des. kl. 9:00 - 11:00
Sigurjón Guðbjörn Geirsson
Ásgeir Brynjar Torfason
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Siðareglur endurskoðanda og nýjar kröfur samþættingu stjórnarhátta og reikningsskila
Nú liggur fyrir að innleiða nýja staðla Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda þar sem siðareglur eru orðnar samþættar öðrum stöðlum. Sambærilegar breytingar hafa þegar átt sér stað í siðareglum ytri endurskoðenda. Á sama tíma hafa komið fram nýjar kröfur og alþjóðleg viðmið samþættingu stjórnarhátta og reikningsskila hjá stærri skipulagsheildum.
Nýju viðmiðin hafa áhrif á endurskoðendur skráðra félaga, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, sveitarfélaga og ríkisaðila. Mikilvægt er að ábyrgðaraðilar stjórnarhátta rækji skyldur sínar um gagnsæi, áhættustýringu og innra eftirlit. Innri endurskoðendum og ytri endurskoðendum ber svo að leggja sjálfstætt mat og veita upplýsingar sem styðja við að þessar skyldur séu uppfylltar.
Á námskeiðinu verður fjallað um ný ákvæði GIAS 2024, Integrated Thinking Principles IFRS Foundation (2024) og tilskipun ESB um sjálfbærnireikningsskil (CSRD), með áherslu á ábyrgð innri og ytri endurskoðanda, gagnsæi og sannreynanlegar stjórnendaupplýsingar í árlegum reikningsskilum.
Námskeiðið er sjálfstætt framhald námskeiðs um siðareglur sem haldið var á síðasta ári og er skipulagt í samstarfi við Félag um innri endurskoðun.
Námskeið þetta gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna.
Ásgeir Brynjar Torfason er Doktor í fjármálum, ritstjóri Vísbendingar og kennari í viðskiptasiðfræði.
Sigurjón G. Geirsson er löggiltur endurskoðandi og innri endurskoðandi Háskóla Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.