

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 27. og fös. 28. nóv. kl. 8:30 - 12:30 (2x)
Þorsteinn Siglaugsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Rekstraráætlun er lykilplagg í stjórnun fyrirtækja – hún endurspeglar markmið eigenda og stjórnenda og þjónar sem áttaviti í daglegri starfsemi. Á þessu námskeiði er farið yfir uppbyggingu og helstu þætti rekstraráætlunarinnar, ásamt því að sýnt er hvernig gervigreind getur stutt við gerð hennar og eflt ákvarðanatöku.
Þátttakendur fá innsýn í hvernig hefðbundnar aðferðir við áætlanagerð má bæta með gervigreindarlausnum sem auðvelda skipulagningu, nákvæmari spár og stöðugt endurmat á forsendum. Einnig verður fjallað um notkun rúllandi áætlana og hvernig þær nýtast í innkaupa- og birgðastýringu.
Námskeiðið hentar stjórnendum, fjármálastjórum, frumkvöðlum og öllum þeim sem vilja efla færni sína í áætlanagerð og kynnast nýtingu gervigreindar til að styðja við betri ákvarðanatöku.
Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi er með BA-próf í heimspeki og MBA-próf frá INSEAD. Hann hefur um árabil starfað við ráðgjöf á sviði áætlanagerðar og greiningar fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana bæði hér á landi og erlendis. Þorsteinn er frumkvöðull í nýtingu gervigreindar við skipulega greiningu og ákvarðanatöku og starfar við ráðgjöf og þjálfun víða um heim á vegum Marris Consulting í París. Hann vinnur jafnframt að þróun hugbúnaðarlausna sem styðja við notkun gervigreindar við greiningu og ákvarðanatöku.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.