Fjarnámskeið

Árangursrík málörvun og læsi á öllum aldursstigum

Verð 49.400 kr.

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Þri. 7. maí kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Ásthildur B. Snorradóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Gagnreynd, hagnýt ráð og verkfæri til árangursríkrar málörvunar í fjölbreyttum barnahópum. Fjallað verður sérstaklega um málþroska og læsi, leikaðstæður, frávik og lausnir. Einnig verður fjallað sérstaklega um uppbyggingu þróunarverkefna og lærdómssamfélag með áherslu á valdeflingu.

Fjallað verður um börn með málþroskafrávik, almenna málörvun og læsi í sem flestum aðstæðum. Einnig verður sagt frá árangursríkum leiðum til tengslamyndunar og málörvunar fyrir foreldra/forráðamenn, dagforeldra, kennara, sérkennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Sérstök áhersla verður lögð á yfirfærslu og virkni allra starfsmanna í nánu samstarfi við foreldra.
Fjallað verður um hvernig tengsl barna verða til, undanfara máls, uppbyggingu málörvunarhópa og leikaðstæður. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna og segja frá málörvunarefni, kennsluaðferðum og íslenskum rannsóknum sem varða málþroska og læsi.
Einnig verður rætt um hvernig best er að byggja upp þróunarverkefni og lærdómssamfélög, ásamt því að farið er yfir hlutverk sérkennara og leikskólaráðgjafa með áherslu á yfirfærslu. Lögð verður sérstök áhersla á valdeflingu starfsfólks og uppbyggingu lærdómssamfélags.

Á námskeiðinu er fjallað um

Tengslamyndun - undanfara máls.
Gagnreynd og hagnýt ráð til að efla málþroska og læsi - heimili og skóli.
Mikilvægir þættir við innleiðingu þróunarverkefna - lærdómssamfélags.
Hlutverk sérkennara/leikskólaráðgjafa - yfirfærsla.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á tengslamyndun, undanfara máls og læsis.
Aukin færni og þekking á gagnreyndum og hagnýtum aðferðum til að mæta þörfum í mismunandi barnahópum.
Yfirsýn yfir námsefni, kennsluaðferðir og rannsóknir á vettvangi til að auka árangur barna í máli og læsi.
Aukin þekking á innleiðingu þróunarverkefna.
Aukin þekking á yfirfærslu ráðgjafar frá sérkennurum og leikskólaráðgjafa.
Aukin valdefling starfsfólks og uppbygging lærdómssamfélaga.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað kennurum í leik- og grunnskóla, uppeldisfulltrúum og öðrum fagaðilum. Einnig er námskeiðið opið foreldrum/forráðamönnum og öllum þeim sem hafa áhuga á skólaþróun.

Nánar um kennara

Ásthildur Bj. Snorradóttir er með sérkennarapróf og próf í talmeinafræði frá Noregi. Hún er einnig með meistaragráðu með áherslu á talmeinafræði frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað margar greinar um snemmtæka íhlutun og undirbúning fyrir lestur. Ásthildur hefur áratugareynslu af talþjálfun barna og ráðgjöf. Hún er höfundur fjölda kennslugagna í málörvun og vinsælla barnabóka um Bínu bálreiðu. Einnig er hún meðhöfundur að skimunarprófinu; Leið til læsis, Tölum saman-málörvunarkerfi, Orðagulli, Ljáðu mér eyra- undirbúningur fyrir lestur, Íslenska málhljóðakassanum og handbókinni: Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna. Ásthildur er sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og var ein af eigendum Talþjálfunar Reykjavíkur, hún er hluti af íslenska TRAS hópnum og hefur starfað sem faglegur ráðgjafi m.a. hjá Menntamálastofnun.

Halldóra Guðlaug Helgadóttir veitir ráðgjöf í leikskólum og eftir atvikum í grunnskólum. Hún hefur lokið B.Ed., er því kennari að mennt og með diplómu í sérkennslufræðum. Vorið 2022 lauk hún M.Ed. gráðu í starfstendri leiðsögn og kennsluráðgjöf. Halldóra er um þessar mundir að taka diplómu í menntastjórnun- og matsfræði. Hún hefur sótt hagnýt starfstengd námskeið m.a. tengd skimunartækjum, málþroska, sérkennslu, lestrarnámi og -erfiðleikum. Hún hefur kennslureynslu í leik- og grunnskólum, verið sérkennslustjóri og staðgengill leikskólastjóra. Halldóra hefur sinnt fjölbreyttu kynningarstarfi og haldið starfstengda fyrirlestra víða um land. Einnig hefur hún starfað sem verkefnastjóri fyrir Menntamálastofun.

Aðrar upplýsingar

Æskilegt er að þátttakendur eigi bókina Snemmtæk íhlutun í hnotskurn – verkfærakista hugmynda. Bókin fæst í Bókabúð Forlagsins (Fiskislóð 39) eða með því að hafa samband við snemmtaek@gmail.com.
Einnig er æskilegt að þátttakendur hafi kynnt sér M.ed.-ritgerðina
Rísum eins og fuglinn Fönix - Leið að lærdómssamfélagi en finna má ritgerðina á slóðinni http://hdl.handle.net/1946/42417

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Árangursrík málörvun og læsi á öllum aldursstigum

Verð
49400

<span class="fm-plan">Gagnreynd, hagn&yacute;t r&aacute;&eth; og verkf&aelig;ri til &aacute;rangursr&iacute;krar m&aacute;l&ouml;rvunar &iacute; fj&ouml;lbreyttum barnah&oacute;pum. Fjalla&eth; ver&eth;ur s&eacute;rstaklega um m&aacute;l&thorn;roska og l&aelig;si, leika&eth;st&aelig;&eth;ur, fr&aacute;vik og lausnir. Einnig ver&eth;ur fjalla&eth; s&eacute;rstaklega um uppbyggingu &thorn;r&oacute;unarverkefna og l&aelig;rd&oacute;mssamf&eacute;lag me&eth; &aacute;herslu &aacute; valdeflingu.</span>