Staðnámskeið

Hagnýt lögfræði fyrir stjórnendur og stofnendur

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 25. nóv., fim. 27. nóv. og þri. 2. des. kl. 9:00 - 12:00 (3x)

9 klst.

Daði Ólafsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 73.900 kr.
Snemmskráning til og með 16. nóvember. Almennt verð er 81.300 kr.
Námskeið

Ert þú eigandi eða stjórnandi félags í rekstri? Ert þú frumkvöðull eða að huga að stofnun félags? Þetta stutta, hagnýta námskeið gefur þér nauðsynlega innsýn í lykilþætti þeirrar löggjafar sem gildir um fyrirtækjarekstur.

Námskeiðið veitir raunhæfa innsýn í mörg af þeim lögfræðilegu álitaefnum sem fyrirtæki glíma við á fyrstu lífskeiðum sínum, frá stofnun og nýsköpun yfir í þróun, markaðssetningu og vöxt. Fjallað verður um grundvallaratriði félagaréttar, samningaréttar, vinnuréttar og kauparéttar, auk álitaefna sem tengjast úrlausn ágreiningsmála og lögfræðilegrar áhættustýringar.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Lykilatriði varðandi stofnun og skipulag félaga.
  • Ábyrgð og hlutverk stjórnenda, valdmörk stjórnareininga og heimildir til að skuldbinda félög.
  • Skipulag og formreglur varðandi hluthafa- og stjórnarfundi, hluthafasamninga og hlutafjáraukningu.
  • Meginreglur samningaréttar um stofnun samninga.
  • Algengir samningar í daglegum rekstri.
  • Lykilatriði kauparéttar um réttar efndir, vanefndir og úrræði við þeim.
  • Ráðningar og mannauður.
  • Leiðir til að takmarka áhættu, verja eignir og hugverkaréttindi með samningum.
  • Hagnýt atriði varðandi reglufylgni.
  • Hagnýt atriði varðandi ágreiningsmál og úrlausn þeirra.

Ávinningur þinn

  • að skilja helstu lagalegu skyldur og réttindi stjórnenda og eigenda
  • að tryggja að ákvarðanir séu teknar með réttum og bindandi hætti
  • að undirbúa þig fyrir áskoranir sem koma upp í rekstri
  • að forðast algeng mistök við stofnun, samningsgerð, ráðningar og rekstur
  • að öðlast færni til að taka upplýstar ákvarðanir um áhættur og hvernig unnt er að takmarka þær

Kennslufyrirkomulag

Kennslan er í formi umræðudrifins staðnám þar sem þátttakendur kynnast raunhæfum álitaefnum og hagnýtum lausnum við þeim. Stuðst verður við lýsandi dómafordæmi og raunhæf verkefni til að dýpka hagnýtan skilning á viðfangsefnum. Engar formlegar forkröfur eru gerðar, en þátttakendum stendur til boða að kynna sér valið lesefni fyrirfram.

Fyrir hverja

Fyrir stjórnendur, stofnendur og sérfræðinga í litlum og meðalstórum fyrirtækjum – einkum fyrirtækjum á fyrstu stigum rekstrar.

Einnig hentugt fyrir sjálfstætt starfandi fagfólk sem vill efla lögfræðilega innsýn í eigin rekstri.

Engar forkröfur – námskeiðið er hagnýtt og aðgengilegt öllum.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið krefst hvorki undirbúnings né sérstaks lesefnis, en þátttakendur fá aðgang að ítarefni til að dýpka skilning sinn ef þeir vilja.

Nánar um kennara

Kennari á námskeiðinu er Daði Ólafsson. Hann er lögmaður sem hefur menntað sig í viðskipta-, félaga- og hugverkarétti við Háskóla Íslands, Háskólann í Vín og Stanford Háskóla. Daði hefur um árabil stundað kennslu í samninga- og félagarétti við Háskóla Íslands og var um tveggja ára skeið verkefnastjóri í rannsóknum á því sviði hjá the European Law Institute. Daði hefur rekið lögmannsstofu sjálfur og í samstarfi við aðra frá 2008.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hagnýt lögfræði fyrir stjórnendur og stofnendur

Verð
73900