

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 25. nóv., fim. 27. nóv. og þri. 2. des. kl. 9:00 - 12:00 (3x)
Daði Ólafsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Ert þú eigandi eða stjórnandi félags í rekstri? Ert þú frumkvöðull eða að huga að stofnun félags? Þetta stutta, hagnýta námskeið gefur þér nauðsynlega innsýn í lykilþætti þeirrar löggjafar sem gildir um fyrirtækjarekstur.
Námskeiðið veitir raunhæfa innsýn í mörg af þeim lögfræðilegu álitaefnum sem fyrirtæki glíma við á fyrstu lífskeiðum sínum, frá stofnun og nýsköpun yfir í þróun, markaðssetningu og vöxt. Fjallað verður um grundvallaratriði félagaréttar, samningaréttar, vinnuréttar og kauparéttar, auk álitaefna sem tengjast úrlausn ágreiningsmála og lögfræðilegrar áhættustýringar.
Kennslan er í formi umræðudrifins staðnám þar sem þátttakendur kynnast raunhæfum álitaefnum og hagnýtum lausnum við þeim. Stuðst verður við lýsandi dómafordæmi og raunhæf verkefni til að dýpka hagnýtan skilning á viðfangsefnum. Engar formlegar forkröfur eru gerðar, en þátttakendum stendur til boða að kynna sér valið lesefni fyrirfram.
Fyrir stjórnendur, stofnendur og sérfræðinga í litlum og meðalstórum fyrirtækjum – einkum fyrirtækjum á fyrstu stigum rekstrar.
Einnig hentugt fyrir sjálfstætt starfandi fagfólk sem vill efla lögfræðilega innsýn í eigin rekstri.
Engar forkröfur – námskeiðið er hagnýtt og aðgengilegt öllum.
Námskeiðið krefst hvorki undirbúnings né sérstaks lesefnis, en þátttakendur fá aðgang að ítarefni til að dýpka skilning sinn ef þeir vilja.
Kennari á námskeiðinu er Daði Ólafsson. Hann er lögmaður sem hefur menntað sig í viðskipta-, félaga- og hugverkarétti við Háskóla Íslands, Háskólann í Vín og Stanford Háskóla. Daði hefur um árabil stundað kennslu í samninga- og félagarétti við Háskóla Íslands og var um tveggja ára skeið verkefnastjóri í rannsóknum á því sviði hjá the European Law Institute. Daði hefur rekið lögmannsstofu sjálfur og í samstarfi við aðra frá 2008.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.