Fjarnámskeið

Með hjartað í frístundastarfinu

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 9. okt. kl. 10:30 - 12:00

1.5 klst.

Hrafnhildur Karlsdóttir

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 11.000 kr.
Snemmskráning til og með 30. september. Almennt verð er 12.100 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir meginhlutverk frístundaheimila og hlutverk starfsfólks frístundar. Fjallað verður um leiðir sem miða að því að skapa öryggi og vellíðan barna í frístundastarfi en þar skiptir miklu máli hvernig dagurinn er skipulagður, þátttaka starfsfólks með börnunum, gæði í samskiptum og mikilvægi þess að skapa tengsl og traust milli barna og starfsfólks. Fjallað verður um þessa þætti og einnig um hvernig starfsfólk á frístundaheimilum getur nýtt áhugamál sín og styrkleika í starfinu með börnunum. Þá verður farið yfir bitingarmyn hegðunarfrávika, árangursríkar leiðir til þess að bregðast við tifinningastjórnun barna og þá þætti sem draga úr líkum á að barn missi stjórn á sér.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hlutverk starfsfólks á frístundaheimili
  • Helstu leiðir til að skapa öryggi og vellíðan barna í frístundastarfi
  • Skýrt ritað og myndrænt skipulag dagsins fyrir börn og foreldra
  • Mikilvægi leiks og hugmyndir að spennandi verkefnumHvernig taka má mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins.
  • Hvernig starfsfólk getur nýtt áhugamál sín og þekkingu í starfi
  • Birtingarmynd hegðunarfrávika og leiðir sem minnka líkur á að barn missi stjórn á skapi sínu.

Ávinningur þinn

  • Aukið öryggi um eigin hlutverk og leiðir í vinnu á frístundaheimili
  • Meiri yfirsýn yfir verkefni og hugmyndir að leikjum og viðfagnsefnum úti og inni í starfi með börnum.
  • Aukin þekking á þeim leiðum sem eru líklegar til að auka öryggi og vellíðan barna.

Fyrir hverja

Fyrir starfsfólk frístundaheimila fyrir 6 - 9 ára börn.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið er í fjarkennslu, kennari fer fram á að þátttakendur séu alltaf í mynd á meðan á námskeiðinu stendur og hafi glærur námskeiðsins við hendina. Kennari hvetur þátttakendur til að taka virkan þátt í námskeiðinu, spyrja spurninga og koma með innlegg þegar þeir óska þess líkt og um staðnámskeið sé að ræða.

Nánar um kennara

Hrafnhildur Karlsdóttir er leik- og grunnskólakennari, með framhaldsnám í stjórnun menntastofnana og hefur reynslu af starfi á frístundaheimilum og langa kennslureynslu í leikskólum. Hún hefur starfað í skólaþjónustum á Suðurlandi sem sérkennslu- og einhverfuráðgjafi í leik- og grunnskólum, kennt fjölda námskeiða fyrir kennara og foreldra og kennir námskeiðið TRAS- skráning á málþroska hjá Endurmenntun HÍ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Með hjartað í frístundastarfinu

Verð
11000