Fjarnámskeið

Þarfir barna á tveimur heimilum

- námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla
Verð 21.900 kr.
Í gangi

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Mið. 17. apríl kl. 14:00 - 16:00

2 klst.

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Davíð Alexander Östergaard

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Skólinn er einn helsti vettvangurinn fyrir geðrækt barna, þroska þeirra og félags- og tilfinningafærni. Rannsóknir sýna að börn sem reynt hafa skilnað foreldra sinna og/eða búa á tveimur heimilum geta haft sértækari þarfir en önnur börn. Birtingarmyndir þess geta verið tengdar námsárangri, félagslegum þroska og inn- og úthverfum vanda og koma gjarnan fram innan veggja skólans. Því gegnir starfsfólk leik- og grunnskóla lykilhlutverki í lífi barna sem búa á tveimur heimilum.

Á námskeiðinu verður fjallað um líðan barna sem búa á tveimur heimilum og álagið sem því fyrirkomulagi getur fylgt. Farið verður yfir hvaða áhrif samvistarslit foreldra geta haft á þroska, aðlögun og afdrif barna. Lögð er áhersla á að þátttakendur kynnist gagnlegum nálgunum og hagnýtum aðferðum sem stuðla að stöðugleika, fyrirsjáanleika og vellíðan barnsins innan skólakerfisins. Á námskeiðinu verður stuðst við fræðilega og faglega nálgun á viðfangsefnið.

Á námskeiðinu er fjallað um

Fræðilega vitneskju um aðstæður barna sem búa á tveimur heimilum.
Áhrif skilnaðar á líðan og afdrif barna.
Viðbrögð barna við skilnaði.
Þarfir barna sem búa á tveimur heimilum.
Mikilvægi foreldrasamstarfs og áhrif ágreinings á börn.
Nálganir innan skólans sem stuðla að vellíðan, fyrirsjáanleika og öryggistilfinningu barna sem búa á tveimur heimilum.
Hvernig starfsfólk skólans er verndandi þáttur í lífi barna.

Ávinningur þinn

Færni í að þekkja álagsmerki í hegðun og líðan barna.
Færni í að bregðast við tilfinningum barns og nálgast það í samtali um eigin aðstæður.
Hugmyndir að aðferðum til að innleiða verklag og ferla innan skólans sem varða mál barna og fjölskyldna á tveimur heimilum.
Þekking til að miðla upplýsingum til foreldra sem varða skipulag í kringum barnið og viðeigandi inngrip og úrræði.

Fyrir hverja

Starfsfólk leik- og grunnskóla sem starfar með börnum og unglingum.

Nánar um kennara

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er félagsráðgjafi M.A, stofnandi og eigandi meðferðar- og ráðgjafarstofunnar Tvö heimili og teymisstjóri á Geðheilsumiðstöð barna.
Davíð Alexander Östergaard hefur lokið BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði, er í námi á meistarastigi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og er jafnframt aðstoðarkennari hjá HÍ.
Bæði eru þau skilnaðarráðgjafar hjá SES-Pro og foreldrar barna á tveimur heimilum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Þarfir barna á tveimur heimilum

Verð
21900

<span class="fm-plan">Sk&oacute;linn er einn helsti vettvangurinn fyrir ge&eth;r&aelig;kt barna, &thorn;roska &thorn;eirra og f&eacute;lags- og tilfinningaf&aelig;rni. Ranns&oacute;knir s&yacute;na a&eth; b&ouml;rn sem reynt hafa skilna&eth; foreldra sinna og/e&eth;a b&uacute;a &aacute; tveimur heimilum geta haft s&eacute;rt&aelig;kari &thorn;arfir en &ouml;nnur b&ouml;rn. Birtingarmyndir &thorn;ess geta veri&eth; tengdar n&aacute;ms&aacute;rangri, f&eacute;lagslegum &thorn;roska og inn- og &uacute;thverfum vanda og koma gjarnan fram innan veggja sk&oacute;lans. &THORN;v&iacute; gegnir starfsf&oacute;lk leik- og grunnsk&oacute;la lykilhlutverki &iacute; l&iacute;fi barna sem b&uacute;a &aacute; tveimur heimilum.</span>