

Valmynd
Fim. 28. sept. kl. 20:00 - 22:00 (í húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7) og lau 30. sept. kl. 12:00 - 14:00 (í Hólavallagarði).
Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður og umsjónarmaður Hólavallagarðs
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Árið 2023 eru liðin 185 ár síðan fyrsta gröfin var tekin í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötuna í Reykjavík. Garðurinn er þjóðargersemi en hann er einstakur staður með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Hann hefur aldrei verið endurnýttur eða endurskipulagður eins og venjan er í borgarkirkjugörðum nágrannalanda okkar. Hann er eitt stærsta útiminjasafn á landinu, gróður hans er sérstakur og mörg minningarmarka garðsins eru einstök í alþjóðlegu samhengi.
Á námskeiðinu verður leitast við að varpa ljósi á uppruna Hólavallagarðs, rætur hans, bakgrunn og ásýnd.
Námskeiðið skiptist í tvennt: Annars vegar er um að ræða hefðbundinn fyrirlestur með myndasýningu og hins vegar göngutúr um garðinn þar sem komið verður við á 10-12 stöðum.
Gróður- og skipulagssögu garðsins.
Táknmyndir.
Grafarsiði.
Menningarminjar.
Menningararf og varðveislu.
Fyllri mynd af margbrotinni sögu Hólavallagarðs.
Nánari þekking á einstökum smáatriðum Hólavallagarðs.
Alla þá sem áhuga hafa á menningu og listum í sögulegu samhengi. Einnig þá sem hafa áhuga á sögu Reykjavíkur.
Heimir Björn Janusarson er garðyrkjumaður og hefur verið umsjónarmaður Hólavallagarðs um árabil.
Gangan er létt og hjólastólafær en hlýr fatnaður er mikilvægur. Hist verður við þjónustuhúsið við Ljósvallagötu en nánara skipulag er rætt á fyrra námskeiðskvöldi.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Árið 2023 eru liðin 185 ár síðan fyrsta gröfin var tekin í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötuna í Reykjavík. Garðurinn er þjóðargersemi en hann er einstakur staður með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Hann hefur aldrei verið endurnýttur eða endurskipulagður eins og venjan er í borgarkirkjugörðum nágrannalanda okkar. Hann er eitt stærsta útiminjasafn á landinu, gróður hans er sérstakur og mörg minningarmarka garðsins eru einstök í alþjóðlegu samhengi.</span>