Staðnámskeið

Óþekkt svæði Frakklands

- Bretagne og Dordogne
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 6. nóvember
Almennt verð 23.000 kr. 20.900 kr.
Nýtt

Mið. 16. og 23. nóv. kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Dr. Grégory Cattaneo, miðaldasagnfræðingur og rithöfundur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Dreymir þig um að uppgötva Frakkland utan alfaraleiða? Á þessu námskeiði er fjallað um tvo falda gimsteina í Frakklandi; Bretagne og Dordogne. Farið er yfir þessi minna þekktu landsvæði og fjallað um lykilstaði, sögu og menningu. Einnig eru gefnar hagnýtar upplýsingar sem koma sér vel þegar skipuleggja á ferðir þangað á eigin vegum.

Bretagne
Keltneskar rætur og einstök saga, menning og tungumál einkenna þetta hérað, sannkallaðan demant sem sker sig úr í frönsku landslagi. Leyndardómar og aldagamlar hefðir, girnileg matarmenning með sjávarréttum fremstum í flokki og tónlistarlíf en framlag Frakklands í Eurovision 2022 var einmitt flutt á bretónsku.

Dordogne
Í suðvesturhluta Frakklands liggur áin Dordogne og samnefnt hérað. Þar má sjá hellamálverk og fleiri ummerki um forsögulegt fólk og menningu þess en héraðið er auk þess mikilvægur sögulegur vettvangur því þar fór fram 100 ára stríðið við Bretland. Menning héraðsins fléttast því inn í þróun annarra hluta Evrópu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Sögu Bretagne og Dordogne sem sjálfstæðra svæða og hluta Frakklands. Farið yfir helstu kennileiti og markverða áfangastaði.
Goðsagnir og goðsagnarverur í Bretagne: Kelta, drúída, drísla, álfa, töfrandi skóg Broceliande og stórsteina (menhir og dolmen).
Sérstöðu Bretagne: Sjávarfang, pönnukökur, eplasafi, chouchen-mjöður.
Lascaux hellinn í Dordogne (Grotte de Lascaux), hellamálverk, líkneski og teikningar frá því fyrir um 20.000 árum (um 30.000 til 10.000 BP).
Sérstöðu Dordogne: Fornleifar, kirkjur og dómkirkjur, fyrrverandi klaustur, kastalar, hallir og aðrar byggingar.

Ávinningur þinn

Góð yfirferð á tveimur óþekktari svæðum í Frakklandi: Bretagne og Dordogne.
Innsýn í sögu, menningu og listir landsvæðanna og þróun þeirra.
Grunnur til að skipuleggja ferð á þessa staði á eigin vegum.

Fyrir hverja

Allt ferðaáhugafólk, áhugafólk um framandi sögu og menningu og öll sem vilja kynna sér eitthvað áhugavert og nýtt.

Nánar um kennara

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin átta ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Óþekkt svæði Frakklands

Verð
23000

<span class="fm-plan">Dreymir &thorn;ig um a&eth; uppg&ouml;tva Frakkland utan alfaralei&eth;a? &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i er fjalla&eth; um tvo falda gimsteina &iacute; Frakklandi; Bretagne og Dordogne. Fari&eth; er yfir &thorn;essi minna &thorn;ekktu landsv&aelig;&eth;i og fjalla&eth; um lykilsta&eth;i, s&ouml;gu og menningu. Einnig eru gefnar hagn&yacute;tar uppl&yacute;singar sem koma s&eacute;r vel &thorn;egar skipuleggja &aacute; fer&eth;ir &thorn;anga&eth; &aacute; eigin vegum.</span>