Fjarnámskeið

TEACCH hugmyndafræðin

Verð 32.900 kr.

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Í gangi

Þri. 18. okt. - 22. nóv. kl. 15:00 - 16:00 (6x)

6 klst.

Svanhildur S. Kristjansson, M.Sc. CCSLP og TEACCH advanced certified consultant

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Endurtekið vegna mikillar eftirspurnar.

Markmið TEACCH hugmyndafræðinnar er að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga á einhverfurófinu með því að gefa þeim tækifæri til að læra nýja færni og nýta til þess það sem vekur áhuga þeirra og hefur tilgang fyrir þau. Sjálfræði og viðurkenning fyrir þeirra menningu og óskum eru ávallt virtar.

Annað markmið TEACCH er að gera umheiminn skiljanlegri þannig að einstaklingar með einhverfu geti tekið þátt á sínum forsendum. Mikilvægt er að tilheyra bekknum en ekki bara að passa inn, heldur vera virt sem virkir þátttakendur í skóla og seinna í starfi. Öryggi og samþykki er undirstaða fyrir vellíðan í öllum aðstæðum og stuðlar að virkri þátttöku.

Námskeiðið er kennt á sex fjarfundum sem hver um sig eru klukkustund en þar verður eftirfarandi efni tekið fyrir:

1. Fjallað verður um það hvernig einhverfa kemur fram á mismunandi hátt og farið yfir nýjustu rannsóknir á starfsemi heilans sem styðja við hvernig á að mæta þessum einstaklingum svo þeim farnist sem best. Einhverfir segja sjálfir frá því hvernig þeirra einhverfa er.

2. Rætt verður um verkfæri sem gefa upplýsingar um stöðu og virkni í námi og starfi. Mat gefur einstaklingunum sjálfum betri sýn yfir hvert á stefna og hvar þarf að byrja.

3. Skipulögð kennsla er verkfæri sem verður kynnt út frá nýjustu rannsóknum á því hvernig einhverfir læra og taka við upplýsingum en skipulögð kennsla byggir á skilningi á einhverfunni og að hver einstaklingur er ólíkur þeim næsta. Þess vegna verður kennslan og verkfærin einstaklingsmiðuð og hvert barn fær sitt sérstaka prógram miðað við færni og áhuga (matið er þess vegna mikilvægt).

4. Málþroski og boðskipti verða rædd, með sérstöku tilliti til þess hvernig mörg einhverf börn tileinka sér málið á annan hátt en venjulega gerist og hvernig má þá mæta þeim. Rætt verður um mikilvægi þess að nota taltæki og tölvur til að efla tjáningu. Fjallað verður um SCERTS model.

5. Fjallað verður um félagsþroska og leik og hvernig má efla einhverfa einstaklinga með því að fara inn í þeirra leik og vinna með mál- og félagsþroska - allt á þeirra forsendum. Fara þarf varlega í því að skrifa félagsfærnisögur þar sem þær geta orðið að hlýðniþjálfun.

6. Fjallað um samvinnu milli fagfólks og foreldra og hversu mikilvægt er að sú samvinna sé sem allra best og byggi á gagnkvæmu trausti og skilningi. Það að virkja og efla foreldra hefur alla tíð verið lykill að betra samstarfi. Greining á hvorki að skapa kvíða né misskilning, heldur veita öryggi og fullvissu um hvaða leiðir eru farsælastar.

Fyrir hverja

Starfsfólk grunnskóla (kennarar, stuðningsfulltrúar, sérkennarar, þroskaþjálfar, sérkennslustjórar og stigsstjórar). Ráðgjafar sveitarfélaga sem veita ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla.

Nánar um kennara

Svanhildur Svavarsdóttir er með meistarapróf í talmeinafræðum frá Háskólanum í Chapel Hill í Norður Karolínu, stundaði starfsnám í einhverfu hjá Division TEACCH og rannsakaði þar boðskipti einhverfra í 3 ár. Frá árinu 2009 til dagsins í dag hefur Svanhildur starfað sem fyrirlesari og ráðgjafi á vegum Arizona Education Cadre en það sérhæfir sig í sérkennslu fyrir einhverfa.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

TEACCH hugmyndafræðin

Verð
32900

<span class="fm-bold">Endurteki&eth; vegna mikillar eftirspurnar.<br/><br/></span><span class="fm-plan">Markmi&eth; TEACCH hugmyndafr&aelig;&eth;innar er a&eth; stu&eth;la a&eth; sj&aacute;lfst&aelig;&eth;i og frumkv&aelig;&eth;i einstaklinga &aacute; einhverfur&oacute;finu me&eth; &thorn;v&iacute; a&eth; gefa &thorn;eim t&aelig;kif&aelig;ri til a&eth; l&aelig;ra n&yacute;ja f&aelig;rni og n&yacute;ta til &thorn;ess &thorn;a&eth; sem vekur &aacute;huga &thorn;eirra og hefur tilgang fyrir &thorn;au. Sj&aacute;lfr&aelig;&eth;i og vi&eth;urkenning fyrir &thorn;eirra menningu og &oacute;skum eru &aacute;vallt virtar.</span>