Staðnámskeið

Rússnesk málfræði II

Aðeins 5 sæti laus

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. og mið. 6. október - 12. nóvember kl. 16:40 - 18:10 (12x)

Rebekka Þráinsdóttir

Háskóli Íslands, Veröld - hús Vigdísar

Peningur 75.000 kr.
Námskeið

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu 6. október- 12. nóvember, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:40 – 18:10.

Á námskeiðinu er fjallað um

Í námskeiðinu verður haldið áfram að vinna með málfræði sem nemendur á byrjendastigi eiga að kunna skil á, svo sem:

  • beygingu nafnorða, lýsingarorða og fornafna
  • raðtölur
  • sagnir í nútíð, þátíð og framtíð
  • setningafræði
  • Í námskeiðinu er lokið við að fara yfir málfræði á færnistigi A1 samkvæmt Evrópurammanum (CEFR), og byrjað að fara yfir efni á færnistigi A2.

Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu þurfa nemendur að hafa lokið:

RÚS103G (Rússnesk málfræði I)

Kennsluhættir / vinnulag:
Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Kennsluefni byggir á töflum og yfirliti yfir málfræði, textum og æfingum af ýmsu tagi.

Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu og séu virkir í kennslustundum.
Auk hefðbundinnar kennslu í málfræði eru haldnir vikulegir 40 mínútna málfræðiæfingatímar.
Námskeiðið er kennt á seinni hluta misserisins.

Hæfniviðmið:

Í lok þessa námskeiða eiga nemendur að:

  • þekkja og geta, í ræðu og riti, beitt þeirri málfræði sem ætluð er rússneskunemum á grunnstigi (A1)
  • þekkja og geta notað orðaforða sem ætlaður er nemendum á grunnstigi (A1) í tengslum við ákveðin þemu
  • hafa náð góðum tökum á skrift, réttritun og lestri
  • geta unnið með krefjandi texta, svarað spurningum um þá og gert grein fyrir málfræðilegum

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Rússnesk málfræði II

Verð
75000