Fjarnámskeið

Praktískur evrópuréttur fyrir lögfræðinga

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 18. og fim. 20. nóv. kl. 9:00 - 12:00 (2x)

6 klst.

Eva Hauksdóttir

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 55.900 kr.
Snemmskráning til og með 9. nóvember. Almennt verð er 61.500 kr.
Námskeið

Langar þig að skilja hvernig evrópuréttur tengist íslenskum lögum og hvernig þú getur beitt þeim reglum í þínu starfi? Þetta námskeið er hannað fyrir lögfræðinga sem vilja öðlast grunnskilning á EES-rétti og fá tæki og tól til að nýta hann í framkvæmd.

Námskeiðið veitir hagnýta og aðgengilega innsýn í hvernig evrópuréttur, í gegnum EES-samninginn, verður hluti af íslenskum rétti og hvernig íslenskir lögfræðingar geta leitað réttarheimilda og beitt þeim. Fjallað er um grundvallaratriði EES-réttar, muninn á ESB og EES, innleiðingarferli ESB-gerða í íslenskan rétt, og hvernig má vinna með EES-gerðir í lögfræðilegri greiningu.

Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að hafa raunhæfar væntingar um að geta unnið með reglur evrópuréttar og vita hvar megi nálgast þær.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hver munurinn er á Evrópusambandinu og EES-samningnum
  • Hvernig ESB-gerðir eru teknar upp í EES-samninginn
  • Hvernig innleiðingin fer fram á Íslandi
  • Hagnýt verkfæri fyrir lögfræðinga sem vinna með EES-rétt

Ávinningur þinn

  • Skilningur á grundvallarmuni á Evrópusambandinu og EES-samningnum
  • Þekking á því hvernig ESB-gerðir verða hluti af íslenskum rétti
  • Lærir að finna og nýta evrópskar réttarheimildir í íslenskum lögfræðilegum aðstæðum
  • Öðlast innsýn í það hvernig þú getur nýtt evróprétt í störfum þínum

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað starfandi lögfræðingum, bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði, sem vilja öðlast grunnskilning á evrópurétti.

Engar sérstakar forkröfur eru gerðar, en þátttakendur ættu að hafa almenna lögfræðimenntun. Námskeiðið hentar sérlega vel fyrir þá sem lítið eða ekkert hafa unnið með evrópurétt áður.

Nánar um kennara

Eva Hauksdóttir starfar hjá Eftirlitsstofnun EFTA þar sem hún sinnir eftirliti með innleiðingu og framkvæmd evrópuréttar í EES EFTA-ríkjunum. Hún hefur sérhæft sig í EES-rétti og unnið með fjölbreytt úrval evrópskra reglna á sviðum eins og orkumarkaði, umhverfisrétti og innri markaðsreglum. Eva hefur einnig kennt námskeið við Háskóla Íslands, meðal annars á sviði evrópuréttar, bæði á grunn- og meistaranámsstigi, og hefur margra ára reynslu af því að útskýra efni á skýran og hagnýtan hátt.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Praktískur evrópuréttur fyrir lögfræðinga

Verð
55900