Fjarnámskeið

Hugræn endurhæfing - námskeið fyrir fagaðila

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 11. nóv. kl. 9:00 - 17:00

7 klst.

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 44.900 kr.
Snemmskráning til og með 2. nóvember. Almennt verð 49.400 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að fræða þátttakendur um heilann og hugrænan vanda óháð orsökum. Fjallað er um heilann, hugarstarf, hugrænan vanda og ólíkar aðferðir hugrænnar endurhæfingar kynntar.

Námskeiðslýsing: Áhersla á heilaheilsu og hugrænan vanda hefur aukist síðustu ár í samhliða því að hugrænar kröfur hafa aukist. Vandi með hugarstarf, s.s. athygli, einbeitingu, hugrænan hraða og minni er algengur og getur komið fram eftir langvarandi streitu, tilfinningavanda, veikindi, áföll og heilahristing svo dæmi séu tekin. Hugrænn vandi hefur áhrif færni í lífi og starfi, sjálfstraust, líðan og lífsgæði.

Hugræn endurhæfing byggir á atferlismótun, kennslufræði og hugrænni atferlismeðferð og er markmiðið að er að bæta hugræna ferla varanlega og stuðla að yfirfærslu árangurs í daglegt líf.

Ekki verður fjallað sérstaklega um hugræna endurhæfingu fyrir þá sem hafa hlotið alvarlegan heilaskaða eða eru með þroskahamlanir.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Heilann og hugrænan vanda.
  • Ólíkar aðferðir hugrænnar endurhæfingar.
  • Leiðir til að auka áhugahvöt.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á forsendum heilans til að eflast.
  • Þekking á ólíkum aðferðum hugrænnar endurhæfingar.
  • Hagnýt ráð til að koma upplýsingum til skila til fólks með hugrænan vanda.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja kynna sér aðferðir hugrænnar endurhæfingar. Sérstaklega gagnlegt fyrir fagfólk sem vinnur með fólki sem glímir við hugrænan vanda óháð orsökum.

Aðrar upplýsingar

Gott er að taka með sér fartölvu eða snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu).

Nánar um kennara

Ólína G. Viðarsdóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum. Í doktorsnámi sínu innleiddi Ólína hugræna endurhæfingu á Landspítala, þar sem hún starfar enn sem verkefnastjóri. Hún er eigandi og framkvæmdastjóri Heilaheilsu.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hugræn endurhæfing - námskeið fyrir fagaðila

Verð
44900