

Valmynd
Þri. 21. og fim. 23. nóv. kl. 9:00 - 10:30
Elísa Guðnadóttir sálfræðingur
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Nægur svefn er meginundirstaða líkamlegrar og andlegrar heilsu og þroska barna. Flestir umönnunaraðilar upplifa á einhverjum tímapunkti áskoranir í tengslum við svefntíma, daglúrinn og/eða nætursvefninn. Slíkar áskoranir geta undið hratt upp á sig og verið streituvekjandi fyrir börn og umönnunaraðila. Ef þú vilt læra leiðir til að fyrirbyggja að slíkt gerist, fræðast um mismunandi leiðir til að takast á við erfiðleikana þegar þeir koma upp og/eða fræðast um svefn barna þá gæti þetta verið námskeið fyrir þig!
Á þessu fræðslunámskeiði verður leitast við að svara algengum spurningum umönnunaraðila um svefn barna á leikskólaaldri. Spurningum eins og; Af hverju er svefn mikilvægur? Hversu mikinn svefn þurfa börn að jafnaði? Hvað telst til svefnerfiðleika? Hvaða umhverfisþættir geta ýtt undir og viðhaldið svefnerfiðleikum? Hvaða hlutverk spilar daglúrinn og hvenær á að taka hann út? Hvað eru góðar svefnvenjur? Og hvað er til ráða ef barn fæst ekki í rúmið, er lengi að sofna, þarf aðstoð við það eða getur ekki sofið í sínu rúmi? Spurningum sem fagfólk sem sinnir börnum á leikskólaaldri eða ráðgjöf til foreldra leikskólabarna ætti að geta nýtt sér svör við. Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um eðli svefns, svefnerfiðleika og skráningar/kortlagningu á svefni barna. Í seinni hlutanum er fjallað um leiðir til að fyrirbyggja svefnerfiðleika og takast á við þá. Námskeiðið byggist upp á fræðslu, stuttri verkefnavinnu og umræðum.
Eðli svefns.
Þætti sem hafa áhrif á svefn og geta ýtt undir og viðhaldið svefnerfiðleikum.
Mismunandi tegundir svefnerfiðleika.
Daglúrinn.
Skráningar/kortlagningu á svefni og svefnerfiðleikum.
Góðar svefnvenjur.
Hagnýtar leiðir til að takast á við ýmsar tegundir svefnerfiðleika með kerfisbundnum hætti.
Öðlast þekkingu og skilning á eðli svefns og hvernig og hversvegna svefnerfiðleikar geta undið hratt upp á sig.
Lærir leiðir til að kortleggja svefn barna á leikskólaaldri og hvernig hægt er að nýta þá kortlagningu til að fyrirbyggja og takast á við svefnerfiðleika skref fyrir skref.
Kynnist mismunandi leiðum til að fyrirbyggja og takast á við svefnerfiðleika barna á leikskólaaldri og lærir að það er ekki nein ein leið sem hentar öllum þó það séu ákveðnir þættir sem er mikilvægt að hafa í huga og vara sig á.
Öðlast aukið öryggi í að ráðleggja foreldrum um svefn leikskólabarna og mikilvægi daglúrsins.
Færð í hendurnar fræðsluefni og skráningarblöð ætluð foreldrum og aðilum sem vinna með börnum á leikskólaaldri.
Starfsfólk leikskóla og aðra fagaðila sem koma að ráðgjöf við foreldra ungra barna með einum eða öðrum hætti.
Elísa Guðnadóttir útskrifaðist með kandídatspróf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og úr Sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2019. Elísa starfaði á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2009 til 2017 við greiningar á þroska, hegðun og líðan barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Elísa starfaði á Sálstofunni ehf. frá árinu 2017 til ársins 2023. Þar sinnti hún meðferð, ráðgjöf og greiningum vegna hegðunar- og tilfinningavanda barna og unglinga ásamt því að sinna námskeiðahaldi fyrir börn, foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla. Hún hefur nú verið ráðin sem ráðgjafi við tengiliði leikskóla hjá Kópavogsbæ frá ágúst 2023.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Nægur svefn er meginundirstaða líkamlegrar og andlegrar heilsu og þroska barna. Flestir umönnunaraðilar upplifa á einhverjum tímapunkti áskoranir í tengslum við svefntíma, daglúrinn og/eða nætursvefninn. Slíkar áskoranir geta undið hratt upp á sig og verið streituvekjandi fyrir börn og umönnunaraðila. Ef þú vilt læra leiðir til að fyrirbyggja að slíkt gerist, fræðast um mismunandi leiðir til að takast á við erfiðleikana þegar þeir koma upp og/eða fræðast um svefn barna þá gæti þetta verið námskeið fyrir þig!</span>