

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 26. nóv. kl. 8:30 - 12:30
Inga Þórisdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Viltu fá tæki og tól í hendurnar og aukið sjálfstraust til að taka samtalið í vinnunni og ræða málin? Hvernig ræðum við það sem betur má fara, hvort sem það er frammistaða, samskipti eða fagmennska? Á námskeiðinu er farið yfir hvernig við getum aukið færni okkar í að eiga gagnleg samtöl.
Samtölin geta verið mismunandi. Þau geta til dæmis verið leiðbeinandi samtöl þar sem ræða þarf ófullnægjandi frammistöðu, samskipti sem þarf að bæta eða eitthvað annað sem tengist vinnustaðnum og þarf að ræða.
Fáa langar til að taka óþægilega samtalið og margir veigra sér við því. En aðgerðarleysinu fylgir óneitanlega sú hætta að vandamálið vaxi. Því er mikilvægt að stjórnendur búi yfir þekkingu og reynslu í að taka samtalið til að geta brugðist við þegar við á.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái aukinn skilning á því hvaða þættir eru mikilvægir til að eiga gott og gagnlegt samtal og auki hæfni sína í því að taka slík samtöl. Hvernig við setjum okkur sem best í spor þess sem við ræðum við og pössum upp á að gæta sálræns öryggis. Farið verður yfir undirbúning, hvað skiptir mestu máli í sjálfu samtalinu og hvernig er best að fylgja því eftir.
Þessu námskeiði er ætlað að undirbúa og þjálfa stjórnendur og færa þeim réttu verkfærin og tólin til að tækla þetta verkefni stjórnandans.
Námskeiðið er í formi fyrirlestrar, umræðna í hóp og verklegra æfinga.
Öll sem vilja auka færni sína og fá aukið sjálfstraust í að taka samtalið í vinnunni.
Ekki er krafist undirbúnings en mikilvægt er að þátttakendur komi tilbúnir til að taka þátt í umræðum og verklegum æfingum.
Inga Þórisdóttir er stjórnendamarkþjálfi í fyrirtæki sínu, Via Optima, þar sem hún vinnur með einstaklingum og fyrirtækjum. Inga hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármálageirans og víðtæka stjórnunarreynslu.
Inga er með B.Sc.gráðu í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og er alþjóðlega vottaður NLP Master Coach markþjálfi. Inga hefur einnig lokið diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun HÍ.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.