Valmynd
Mán. 20. og 27. febrúar kl. 14:00 – 16:00
Sólveig Rós Másdóttir, M.A. í stjórnmálafræði, diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði, foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Í samstarfi við Samtökin ´78
Hvernig er hægt að styðja við kynjafjölbreytileikann á yngstu skólastigunum? Á þessu námskeiði verður farið yfir hinseginleikann og hvernig hann birtist hjá yngstu börnunum og fjölskyldum þeirra. Einnig verða kynntar leiðir til að vinna gegn gagnkynhneigðarhyggju og stuðla að hinseginvænum leik- og grunnskóla þar sem öll börn hafa frelsi til að vera þau sjálf.
Námskeiðið verður blanda af fræðslu, verkefnum og umræðum. Farið verður yfir öll helstu hugtök er tengjast hinsegin heiminum svo sem kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið verður yfir birtingarmyndir hinseginleikans hjá börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla, bæði hjá börnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Kennarar og aðrir sem vinna með börnum á þessum aldri eru í lykilstöðu til að styðja við börn sem hafa ódæmigerða kyntjáningu eða koma úr fjölbreyttum fjölskyldum. Einnig geta þeir stutt önnur börn í að alast upp við fjölbreytileikann sem eðlilegan hluta samfélagsins. Skoðuð verður formgerð skólans ásamt námskrá og kennsluefni sem hægt er að nota til að styðja öll börn í að geta verið þau sjálf. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Samtökin ’78.
Hinsegin börn.
Hinsegin fjölskyldur.
Mannréttindi.
Fjölbreytileika.
Aukin þekking á hinseginleikanum.
Aukin geta til að styðja við hinsegin börn og fjölskyldur.
Þekking á fjölbreyttu efni.
Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir leik- og grunnskólakennara á yngsta stigi ásamt öðru starfsfólki skólakerfisins sem vinnur með börnum á aldrinum 1 - 10 ára.
Boðið verður upp á að senda spurningar til kennara fyrir kennslutímann sem verður svo svarað í tímanum.
Sólveig Rós er með M.A. í stjórnmálafræði og diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði. Hún er fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna ’78.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Hvernig er hægt að styðja við kynjafjölbreytileikann á yngstu skólastigunum? Á þessu námskeiði verður farið yfir hinseginleikann og hvernig hann birtist hjá yngstu börnunum og fjölskyldum þeirra. Einnig verða kynntar leiðir til að vinna gegn gagnkynhneigðarhyggju og stuðla að hinseginvænum leik- og grunnskóla þar sem öll börn hafa frelsi til að vera þau sjálf.</span>