

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 30. okt. - 27. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (5x)
Katrín Jakobsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Hvenær fóru Íslendingar að fjalla um metsölubækur og birta metsölulista?
Og hvaða bækur hafa ratað á þá lista?
Á þessu námskeiði verður fjallað um sögu metsölubókarinnar og fimm metsölubækur frá ólíkum tímum lesnar og bornar saman.
Fyrir öll sem eru áhugasöm um samfélag og skáldskap og langar að skilja hvort tveggja betur.
Gefinn verður út bókalisti með góðum fyrirvara og gert er ráð fyrir að þátttakendur námskeiðsins lesi eina bók fyrir hvern tíma.
Katrín Jakobsdóttir er með meistaragráðu í bókmenntum, kennslureynslu á ólíkum skólastigum og tuttugu ára reynslu af stjórnmálastarfi.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.