Staðnámskeið

Að efla seiglu ungmenna: Verkfæri fyrir fagfólk

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 4. nóv. kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Katrín Sverrisdóttir

Ásta Rún Valgerðardóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 26. október. Almennt verð 32.900.
Námskeið

Viltu styrkjast í starfi og öðlast verkfæri til að styðja við ungmenni í helstu áskorunum daglegs lífs? Ungmenni þurfa að takast á við fjölmargar áskoranir sem hafa áhrif á líðan og sjálfsmynd. Því er mikilvægt að styðja við ungt fólk með gagnreyndum aðferðum sem efla seiglu þeirra og sjálfstraust. Á þessu námskeiði verða kynnt verkfæri jákvæðrar sálfræði, HAM (hugræn atferlismeðferð), DAM (díalektísk atferlismeðferð), núvitundar og samkenndar. 
Með þessum aðferðum er hægt að hjálpa ungmennum að takast á við streitu, mótlæti og kröfur nútímasamfélags.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Vítahringi í hugsun og hegðun.
  • Leiðir til að vinna með óhjálplegar hugsanir.
  • Festu- og vaxtarhugarfar.
  • Leiðir til að vinna með óhjálplega hegðun.
  • Styrkleikavinnu.
  • Bjargráð til að efla seiglu og tilfinningaþol einstaklinga.
  • Þakklætisæfingar.
  • Hvernig við eflum samkennd í eigin garð.

Ávinningur þinn

  • Fagleg styrking og aukin hæfni: Öðlumst verkfæri og þekkingu til að takast á við margvíslegar þarfir ungmenna með gagnreyndum aðferðum sálfræðinnar.
  • Bætt tengsl við ungmenni: Með dýpri skilning á tilfinningalegum vanda öðlumst við aukna færni til að mynda styðjandi tengsl við ungmenni.
  • Fyrirbyggjandi nálgun: fagfólk getur gripið fyrr inn í þegar ungmenni er að glíma við vanlíðan, lágt sjálfsmat eða streitu og dregið þannig úr alvarlegri vandamálum síðar.
  • Aukin starfsánægja: Þegar við höfum áhrif á líf ungmenna á uppbyggilegan og styðjandi hátt, eykst starfsánægja.
  • Færni sem nýtist víðar: Þessi þekking nýtist einnig í persónulegu lífi, t.d. í samskiptum, streitustjórnun og sjálfsrækt.

Fyrir hverja

Ætlað fagfólki sem starfar með ungmennum eins og t.d. kennurum á unglinga- og framhaldsskólastigi, skólahjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum, náms- og starfsráðgjöfum og starfsfólki félagsmiðstöðva.

Nánar um kennara

Katrín Sverrisdóttir er klínískur sálfræðingur með sérhæfingu í hugrænni atferlismeðferð (HAM) og díalektískri atferlismeðferð (DAM). Katrín hefur starfað á Landspítalanum og við Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands og er með margra ára reynslu af námskeiðshaldi og námskeiðsgerð fyrir Landspítalann, við Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands, Heilsugæsluna sem og á stofu. Hún hefur áður haldið námskeið á vegum EHÍ um þunglyndi ungmenna og viðbrögð varðandi sjálfsvígshættu.

Ásta Rún Valgerðardóttir er klínískur sálfræðingur með diplóma í lýðheilsuvísindum. Hún hefur starfað á Landspítalanum og við Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands ásamt því að hafa haldið námskeið fyrir Heilsugæsluna. Undanfarin fjögur ár hefur hún verið skólasálfræðingur við Verzlunarskóla Íslands og rekur einnig stofu samhliða því starfi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að efla seiglu ungmenna: Verkfæri fyrir fagfólk

Verð
29900