

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 7. okt og 14. okt kl. 19:30 - 21:30 (2x)
Helga Þórólfsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Hvers vegna stríð – og hvernig hefur það áhrif á okkur öll?
Hvernig mótast viðhorf okkar til stríðs og friðar? Hvað ýtir undir ofbeldi – og hvað getur dregið úr því? Þetta námskeið veitir þér ný sjónarhorn á stríð og frið með áherslu á hvernig hugmyndir, orðræða og samfélagslegar sögur móta skilning okkar á skipulögðu ofbeldi og samstöðu.
Áherslan er ekki á sagnfræði og alþjóðapólitík heldur er kafað dýpra – í rætur hugmynda um hernaðarhyggju, hervæðingu og hvernig þessi hugmyndakerfi verða hluti af daglegu lífi okkar.
Kynntir verða höfundar og kenningar sem hjálpa til við að varpa ljósi á tilgang og áhrif stríðs. Kennari mun einnig taka dæmi frá starfi á stríðssvæðum. Auk þess verður fjallað um stríðsorðræðu samtímans og þátttakendur fá tækifæri ti að skoða, ræða og greina hvernig hernaðarhyggja hefur áhrif á samfélagið og þeirra eigin hugmyndir um stríð og frið.
Fyrir öll sem hafa áhuga á að skilja átök, frið og samfélagsleg áhrif hernaðar – hvort sem þú ert almennt áhugasöm/samur, vinnur við samfélags- eða menningartengd mál, í fjölmiðlum eða bara vilt kafa dýpra í eitt mikilvægasta málefni samtímans. Engar forkröfur – aðeins forvitni og vilji til að skoða hlutina frá nýju sjónarhorni.
Þátttakendur fá lista yfir bækur, greinar og fræðslumyndir sem tengjast efninu, en ekki er þörf á sérstökum undirbúningi fyrir tímana.
Helga Þórólfsdóttir hefur starfað á stríðssvæðum og er með MA og MPhil gráður í Friðar- og átakafræðum (Peace studies og Conflict resolution) frá Bradford háskóla. Helga stundaði doktorsnám og kenndi þá á námskeiðum í mannfræði við HÍ og á námskeiðum GEST. Helga kenndi einnig á námskeiðum um gagnsæi (anti corruption) og jafnrétti í varnar- og öryggismálum í skóla NATO og hún sá um, og kenndi námskeið í friðarfræðum við Háskólann á Bifröst.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.