Valmynd
Mán. 2., þri. 3. og mið. 4. okt. kl. 8:15 - 16:00 (3x)
Svanhildur Svavarsdóttir, M.Sc. CCSLP og TEACCH advanced certified consultant og Björg T. LeSueur, sérkennari
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Markmið TEACCH hugmyndafræðinnar er að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga á einhverfurófinu með því að gefa þeim tækifæri til að læra nýja færni og nýta til þess það sem vekur áhuga þeirra og hefur tilgang fyrir þau. Sjálfræði og viðurkenning á þeirra menningu og óskum eru ávallt virtar.
TEACCH hugmyndafræðin hefur verið nýtt í meira en 50 ár. Á námskeiðinu eru kenndar sannreyndar aðferðir sem hjálpa við að skilja menningu einhverfra, virða hana og samþykkja. Nýjustu rannsóknir um starfsemi heilans og hvernig má efla námsleiðir einhverfra eru kynntar. Skoðað er hvernig umhverfi nýtist best til náms og hvernig má efla boðskipti, félagsþroska og færni til að tjá tilfinningar. Þátttakendur læra að búa til verkefni og aðstæður sem vekja áhuga einhverfra nemenda og hvernig má virkja/efla framkvæmdafærni þeirra í skóla og heima.
Dagskrá
Mán. 5. júní
Fræðsla og hópastarf 8:15 - 16:00
Einhverfa
Námsleiðir
Mat
Skipulag í umhverfi og skráning
Þri. 6. júní
Fræðsla og hópastarf 8:15 - 16:00
Stundatöflur
Vinnukerfi
Boðskipti
Mið. 7. júní
Fræðsla og hópastarf 8:15 - 16:00
Leikur
Félagsþroski
Foreldrasamstarf
Lausnamiðað starf
Starfsfólk grunnskóla (kennara, stuðningsfulltrúa, sérkennara, þroskaþjálfa, sérkennslustjóra og stigsstjóra). Ráðgjafa sveitarfélaga sem veita ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla.
Svanhildur Svavarsdóttir er með meistarapróf í talmeinafræðum frá Háskólanum í Chapel Hill í Norður Karolínu, í meistaranáminu rannsakaði hún frumkvæðistjáningu einhverfra barna (Spontanous Communication). Svanhildur stundaði starfsnám í einhverfu hjá Division TEACCH og rannsakaði þar boðskipti einhverfra í 3 ár. Hún er eini TEACCH Advanced Certified Consultant á Íslandi. Frá árinu 2009 til dagsins í dag hefur Svanhildur starfað sem fyrirlesari og ráðgjafi á vegum Arizona Education Cadre en það sérhæfir sig í sérkennslu fyrir einhverfa. Svanhildur hefur haldð erindi/fræðslu um einhverfu út um allan heim, í Svíþjóð, Japan, Rúmeníu og Frakklandi svo eitthvað sé nefnt. Auk fræðslunnar hefur hún stofnað fjölda sérdeilda fyrir einhverfa í Bandaríkjunum og deild í Langholtsskóla 1995.
Björg LeSueur hefur B.Sc. sálfræði með áherslu á þroska barna og M.Ed. í sérkennslu. Björg hefur fyrst og fremst starfað við sérkennslu ungra barna. Árið 2012 hóf Björg störf við ASU háskólann við rannsóknir m.a. sem mentor fyrir kennara í þjálfun þar sem verið var að rannsaka áhrif kennsluskrár á læsi og málþroska. Björg starfar í dag sem aðstoðarprófessor við Mary Lou Fulton Teachers College. Björg hefur yfir 20 ára reynslu við störf með og fyrir ung börn. Áhugi Bjargar snýst um ung börn, sérkennslu, samvinnu í kennslu og áhrif kennslu á ung börn.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Markmið TEACCH hugmyndafræðinnar er að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga á einhverfurófinu með því að gefa þeim tækifæri til að læra nýja færni og nýta til þess það sem vekur áhuga þeirra og hefur tilgang fyrir þau. Sjálfræði og viðurkenning á þeirra menningu og óskum eru ávallt virtar.</span>