Staðnámskeið

Óperur - hlustun og saga

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 11., 18. og 25. nóv. og 2. des. kl. 19:30 - 22:00

10 klst.

Magnús Lyngdal Magnússon

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 49.500 kr.
Snemmskráning til og með 2. nóvember. Almennt verð 54.500 kr.
Námskeið

Óperuheimurinn er mörgum hulinn. Á þessu námskeiði verða þátttakendur leiddir með aðgengilegum hætti í gegnum sögu óperunnar, allt frá aldamótunum 1600 og fram á 20. öld. Sagt verður frá helstu tónskáldum á borð við Purcell, Mozart, Verdi, Wagner og Puccini auk annarra tónskálda sem mörg hver eru minna þekkt. Þá verða leikin tóndæmi úr þekktum óperum á borð við L‘Orfeo, Dido and Aneas, Júlíusi Sesari, Brúðkaupi Fígarós, La traviata, Valkyrkjunni, Evgeníj Ónegín, Madama Butterfly og fleirum og fjallað með skemmtilegum hætti um túlkun ópera í nútíð og fortíð.
 

Á námskeiðinu er fjallað um

• Sögu óperunnar í nútíð og fortíð.
• Hver voru helstu óperutónskáldin?
• Hverjar eru vinsælustu óperur veraldar?
• Leynast minna þekktir gullmolar inn á milli þekktustu verkanna?
• Helstu hljóðritanir vinsælustu óperanna.

Ávinningur þinn

• Þú eykur þekkingu þína á óperum og tónlistarsögu.
• Þú lærir að nálgast óperur, t.a.m. á streymisveitum.
• Aukið menningarlæsi.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér óperur. Ekki er gerð krafa um þekkingu á viðfangsefninu.
 

Aðrar upplýsingar

Námskeiði er fyrst og fremst hugsað sem skemmtileg og aðgengileg yfirferð yfir sögu óperunnar með tóndæmum. Fyrir ykkur sem viljið dýpka þekkinguna er bent á aðgengilega bók kennarans: Klassísk tónlist – Á ferðalagi um tónlistarsöguna sem kom út í  Reykjavík árið 2024.
 

Nánar um kennara

Magnús Lyngdal Magnússon lauk prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands og prófi í trompetleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann er tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og fjallar reglulega um klassíska tónlist í Ríkisútvarpinu. Þá kenndi hann vinsælt námskeið um klassíska tónlist hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á vormisseri 2025. 

Magnús hefur haft áhuga á klassískri tónlist frá blautu barnsbeini. Hann hefur viðað að sér umfangsmikilli þekkingu á greininni og fjallað um klassíska tónlist og óperur í ræðu og riti um áratuga skeið. Magnús hefur ástríðu fyrir því að leiða fólk inn í leyndardóma óperunnar og opna heim hennar og sígildrar tónlistar fyrir almenningi.
 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Óperur - hlustun og saga

Verð
49500