

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 23. okt. kl. 17:00 - 18:00
Arnrún María Magnúsdóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Á þessu einstaka og hagnýta 60 mínútna rafræna námskeiði fá foreldrar einfalt og áhrifaríkt verkfæri til að efla samskipti með börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þau efla traust og virðingu sem styrkir alla á heimilinu í að finna lausnamiðaða nálgun í samskiptum.
Lausnahringurinn er markviss samskiptaleið sem byggir á sjö lausnum sem efla sjálfsstjórn, virðingu fyrir mörkum og lausnamiðaða hugsun í samskiptum. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hugmyndafræðina að baki Lausnahringnum og læra hvernig mætti beita henni í daglegu uppeldi. Lögð er áhersla á að tengja fræðin við raunverulegar aðstæður fjölskyldulífs og styðja foreldra og aðra uppalendur í því að leiða með jákvæðri fyrirmynd.
Þátttakendur fá í hendur hagnýt verkfæri og æfingar sem styðja við samræður, tilfinningaskilning og valdeflingu allra á heimilinu.
Námskeiðið er ætlað foreldrum, forráðamönnum, fósturforeldrum og öðrum sem koma að uppeldi barna. Ömmur, afar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru einnig hjartanlega velkomnir.
Þátttakendur fá send rafræn verkfæri til að nota heima, aðlöguð að aldri barna
Arnrún María Magnúsdóttir er með yfir 20 ára reynslu af starfi í leikskóla, auk þess kenndi hún við Háskólann á Akureyri á leikskólakennarabraut. Hún er þekkt fyrir lausnamiðaða og hvetjandi nálgun í kennslu. Lausnahringurinn varð til í hennar umsjón í leikskóla. Hann er verkfæri sem stuðlar að bættum samskiptum með því að kenna fólki að setja og virða mörk.
Foreldrar lýsa Arnrúnu Maríu sem skýrum og áhugaverðum kennara sem kveiki áhuga og veiti þátttakendum praktísk verkfæri til að nýta í daglegu lífi og starfi. Arnrún María hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið sem hafa fengið lof fyrir skýra framsetningu og áhrifaríka kennslu sem bætir samskipti.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.