

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 22. sept, mið. 24. sept. og mán. 29. sept. kl. 20:00 - 22:00 (3x)
Hilmar J. Malmquist
Margrét Hallmundsdóttir
Einar Ásgeir Sæmundsen
Páll Einarsson
Guðni Th. Jóhannesson
Viðar Pálsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Gerðu næstu ferð að Þingvöllum að einstæðri upplifun! Á þessu námskeiði deila sérfræðingar úr fimm fræðasviðum dýrmætri innsýn í náttúru, sögu og arfleifð Þingvalla – helgasta svæði Íslendinga.
Þetta þriggja kvölda námskeið veitir þverfaglega sýn á Þingvelli í gegnum jarðfræði, líffræði, fornleifafræði, stjórnmálasögu og verndunarsjónarmið. Kennslan fer fram með fyrirlestrum frá sérfræðingum sem hafa rannsakað og unnið að verndun svæðisins.
Námskeiðið hentar öllum sem vija dýpka skilning sinn á Þingvöllum. Sérstaklega gagnlegt fyrir kennara, leiðsögumenn, starfsfólk menningarstofnana, náttúruverndar og þau sem starfa í ferðaþjónustu. Engar forkröfur.
Einar Ásgeir Sæmundsen, þjóðgarðsvörður
Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Íslands
Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og deildarstjóri fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða
Páll Einarsson, jarðfræðingur og prófessor emeritus
Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.