Staðnámskeið

Tengslavandi hjá leik- og grunnskólabörnum

- gagnlegar áherslur og aðferðir sem lofa góðu
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 6. mars
Almennt verð 30.700 ISK 27.900 ISK

Fim. 16. mars kl. 11:00 - 15:00

4 klst.

Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Það er mikilvægasta grunnþörf barns að tengjast tilfinningaböndum við foreldra og fá með því þörfum sínum fyrir kærleika, öryggi og vernd mætt án skilyrða. Tengslaraskanir verða til vegna misalvarlegrar vanrækslu á að mæta þessum þörfum.

Á námskeiðinu verður fjallað um ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði og líkan (Attachment and Resilience Based Model) sem auðveldar starfsfólki að skyggnast á bak við tilfinningalegan óstöðugleika og erfiða hegðun barna. Ná að setja „hér og nú‟ hegðun í merkingarbært samhengi og bregðast við af yfirvegun, rósemd og viðeigandi festu.
Aðferðin er gagnreynd og byggir á tengslamiðuðum grunni, einnig á mikilvægi kærleiksríkrar skuldbindingar í samskiptum við börn og því sem ákveðnar heilarannsóknir hafa verið/og eru sífellt að leiða skýrar í ljós.

Tilgangur námskeiðsins er að kynna og fjalla um:
Hugtakið tengslavandi (Attachment Disorder), hvað það merkir, hvernig það hefur þróast og hver áhrifin geta verið á daglegt líf, líðan, hegðun og þroska barna.
Það sem vitað er í dag að gagnast þessum börnum best.
Tengsla- og þrautseigjulíkanið (Attachment and Resilience Based Model) og ýmsar gagnlegar og einfaldar aðferðir sem vitað er að nýtast starfsfólki vel í daglegu starfi.
Helstu styrkleika og hamlandi þætti hjá starfsfólki almennt. Þætti sem geta aukið líkur, eða dregið úr líkum, á að börn með tengslavanda finni nauðsynlegt öryggi og stöðugleika hjá starfsfólki.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur eigi auðveldar með að „skyggnast á bak við‟ hér og nú hegðun barnsins:
Nái sem oftast að setja erfiða hegðun barns í merkingarbært samhengi, sem eykur mjög líkur á að þörfum þess sé mætt á þroskavænlegan máta.
Geti sem oftast veitt barninu viðeigandi stuðning, öryggi, traust, festu og ramma, sem eykur mjög líkur á að barnið nái að standa sig nógu vel (good enough).
Geti sem oftast sýnt barninu kærleika, rósemd og yfirvegun í óstöðugum aðstæðum, sem eykur mjög líkur á að barnið nái að ráða betur við tilfinningar sínar og hegðun.
Nái sem oftast að staldra við og íhuga hjá sjálfum sér þá þætti sem helst gætu stutt við, eða hindrað að barnið finni sig öruggt í streituvekjandi aðstæðum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Tengsla- og þrautseigjulíkanið (Attachment and Resilience Based Model) og hvernig það getur nýst í daglegu starfi.
Þróun tengsla og mikilvægi öruggra tengsla og hinar ýmsu birtingarmyndir tengslavanda.
Áhrif tengslavanda á heilaþroska og hvernig hann getur haft mismundi áhrif á þroskamöguleika barnsins.
Hvernig styrkleikar og hamlandi þættir hjá starfsfólki geta haft áhrif á þroska barnsins og líðan.
Ýmis gagnleg ráð og aðferðir til að nýta í daglegu starfi í dagsins önn.

Ávinningur þinn

Öruggari í að "lesa í hegðun", bregðast rétt við og veita barninu þannig nauðsynlegt tengslaöryggi.
Þekkir betur helstu styrkleika þína og hamlandi þætti, sem gerir þig öruggari í að takast á við tilfinningalegan óstöðugleika og erfiða hegðun barnsins á réttan hátt.
Aukinn skilningur, hæfni og aðferðir sem gagnast við að draga úr álagi og streitu og auka þannig starfsánægju.

Fyrir hverja

Námskeiðið er t.d. ætlað öllu fagfólki sem starfar við leik- og grunnskóla, frístundaheimili, félagsþjónustu, barnavernd og heilsugæslu.

Nánar um kennara

Vilborg G. Guðnadóttir er sjálftstætt starfandi geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Sem handleiðari þjálfar hún og handleiðir fagfólk sem sinnir fjölskyldumeðferð.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Tengslavandi hjá leik- og grunnskólabörnum

Verð
30700

<span class="fm-plan">&THORN;a&eth; er mikilv&aelig;gasta grunn&thorn;&ouml;rf barns a&eth; tengjast tilfinningab&ouml;ndum vi&eth; foreldra og f&aacute; me&eth; &thorn;v&iacute; &thorn;&ouml;rfum s&iacute;num fyrir k&aelig;rleika, &ouml;ryggi og vernd m&aelig;tt &aacute;n skilyr&eth;a. Tengslaraskanir ver&eth;a til vegna misalvarlegrar vanr&aelig;kslu &aacute; a&eth; m&aelig;ta &thorn;essum &thorn;&ouml;rfum.</span>