Staðnámskeið

Starf sérkennslustjóra í leikskólum

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 10. mars
Almennt verð 46.100 ISK 41.900 ISK

Mán. 20. mars kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00

6 klst.

Fjóla Þorvaldsdóttir sérkennari og Hanna Rún Eiríksdóttir kennari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag leikskólakennara

Á námskeiðinu verður fjallað um starf sérkennslustjóra og rætt út frá helstu viðfangsefnum hvernig hægt er að auðvelda sér starfið með góðu skipulagi og aðstoð upplýsingatækninnar.
Námskeiðið verður bæði í formi fyrirlestra og vinnustofu. Gefið verður gott rými fyrir umræður þannig að þátttakendur geti skipst á hugmyndum og reynslu.

Markmiðið með námskeiðinu er að:
• Auka þekkingu og færni sérkennslustjóra.
• Kynna ýmis verkfæri til þess að auðvelda sér störfin.
• Kynna notkunarmöguleika upplýsingatækninnar.
• Þátttakendur kynnist tjáskiptaforritinu TD Snap
• Þátttakendur geti spurt og fengið svör um flest það sem þeim liggur á hjarta.

Á námskeiðinu er fjallað um

Starf sérkennslustjóra út frá helstu viðfangsefnum og hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni til þess að gera sér vinnuna auðveldari.
Hugmyndir til að leysa hin ýmsu viðfangsefni.
Tjáskiptaforrit sem gagnast í málörvun með börnum sem ekki tjá sig með orðum eða þurfa stuðning við talað mál.
Samfélagsmiðla sem gagnast vel til starfsþróunar.

Ávinningur þinn

Þú verður mikils vísari um ýmsar leiðir til þess að gera starf þitt auðveldara.
Þú lærir á að koma þér upp ákveðnu ferli í starfi með aðstoð upplýsingatækni.
Þú ferð af námskeiðinu með hugmyndir um það á hversu fjölbreyttan hátt er hægt að vinna starf sérkennslustjóra.
Þú færð greinargóðar upplýsingar um Sérkennslutorg, markmið og leiðir þess.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað sérkennslustjórum, óháð menntun viðkomandi.

Nánar um kennara

Fjóla Þorvaldsdóttir sérkennari hefur áratuga reynslu sem sérkennslustjóri og er með framhaldsmenntun á sviði sérkennslu og upplýsingatækni.

Hanna Rún Eiríksdóttir er kennari í Klettaskóla. Hún hefur áralanga reynslu af kennslu nemenda með þroskahömlun í grunnskólum. Hún hefur verið umsjónarmaður Sérkennslutorgs frá upphafi og sinnir nú einnig ráðgjöf varðandi tjáskipti og augnstýringu.

Aðrar upplýsingar

Ef þátttakendur hafa aðgang að fartölvu eða iPad mega þeir gjarnan hafa það meðferðis á námskeiðið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Starf sérkennslustjóra í leikskólum

Verð
46100

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um starf s&eacute;rkennslustj&oacute;ra og r&aelig;tt &uacute;t fr&aacute; helstu vi&eth;fangsefnum hvernig h&aelig;gt er a&eth; au&eth;velda s&eacute;r starfi&eth; me&eth; g&oacute;&eth;u skipulagi og a&eth;sto&eth; uppl&yacute;singat&aelig;kninnar.<br/>N&aacute;mskei&eth;i&eth; ver&eth;ur b&aelig;&eth;i &iacute; formi fyrirlestra og vinnustofu. Gefi&eth; ver&eth;ur gott r&yacute;mi fyrir umr&aelig;&eth;ur &thorn;annig a&eth; &thorn;&aacute;tttakendur geti skipst &aacute; hugmyndum og reynslu.<br/><br/></span><span class="fm-bold">Markmi&eth;i&eth; me&eth; n&aacute;mskei&eth;inu er a&eth;:<br/></span><span class="fm-plan">&bull; Auka &thorn;ekkingu og f&aelig;rni s&eacute;rkennslustj&oacute;ra.<br/>&bull; Kynna &yacute;mis verkf&aelig;ri til &thorn;ess a&eth; au&eth;velda s&eacute;r st&ouml;rfin.<br/>&bull; Kynna notkunarm&ouml;guleika uppl&yacute;singat&aelig;kninnar.<br/>&bull; &THORN;&aacute;tttakendur kynnist tj&aacute;skiptaforritinu TD Snap <br/>&bull; &THORN;&aacute;tttakendur geti spurt og fengi&eth; sv&ouml;r um flest &thorn;a&eth; sem &thorn;eim liggur &aacute; hjarta.</span>