Staðnámskeið

Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi

- fræðsla, forvarnir og viðbrögð skóla
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 4. ágúst
Almennt verð 63.700 kr. 57.900 kr.
Nýtt

Mán. 14., 21. og 28. ágúst kl. 14:00 - 17:00

9 klst.

Eygló Árnadóttir, kynjafræðingur, framhaldsskólakennari og sérfræðingur í forvörnum, fræðslu og viðbrögðum skólakerfisins við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í heildina eru 70% brotaþola kynferðisofbeldis undir 18 ára aldri við brotið og oft er gerandinn á svipuðum aldri. Aðeins um 5% þessara ungu brotaþola leita til skólans síns í kjölfarið og fæst segja nokkrum frá ofbeldinu. Skólar geta haft áhrif á nemendur sína til framtíðar og geta þannig unnið markvisst að upprætingu þessa samfélagsvanda. Skólar bera jafnframt lögbundna ábyrgð varðandi fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi og öðrum ójöfnuði. Grundvöllur þess að umfjöllun og viðbrögð skóla við kynferðisofbeldi skili sér á gagnlegan hátt til nemenda er þekking og skilningur starfsfólksins á þessum erfiða og viðkvæma málaflokki. Námskeiðinu er því ætlað að efla kennara og annað skólastarfsfólk í baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Haustið 2022 urðu mikil mótmæli meðal íslenskra framhaldsskólanema eftir röð atvika sem einkenndust að miklu leyti af ráðaleysi skólastjórnenda og skorti á áætlunum, þekkingu og verkferlum í skólum til að takast á við kynferðisofbeldi á uppbyggilegan og brotaþolavænan hátt. Nemendur kröfðust þess m.a. að starfsfólk skólanna fengi fræðslu og þjálfun í viðbrögðum við kynferðisofbeldi, samþykkismiðaðri kynfræðslu, kynjafræði og áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi.

Lausnirnar eru margþættar enda vandinn djúpstæður. Kynferðisofbeldi er flókið og viðkvæmt umræðuefni sem kennarar leggja jafnvel ekki í af ótta við að valda mögulega meiri skaða. Sá ótti er rökréttur og virðingarverður. Kennarar vilja vel og er annt um nemendur sína en voru fæstir búnir undir þennan málaflokk í náminu. Námskeiðið mun því fjalla um eðli, rætur og afleiðingar kynferðisofbeldis, ólíkar birtingarmyndir og áhrif þess á einstakling og samfélag. Lögð verður áhersla á umræður þátttakenda, reynslusögur og haldbær tól í skólastarfi. Leitast verður eftir að skerpa skilning þátttakenda á því hvernig kynbundið ofbeldi mætir ungmennum á Íslandi og efla sjálfstraust skólastarfsfólks til að taka á erfiðum málum í sínu umhverfi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Umfang, eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis.
Ólíkar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis meðal ungmenna, s.s. stafrænt kynferðisofbeldi og kynferðiseinelti.
Kynjafræði, samfélagsviðhorf, valdamisvægi og félagslegt kynlífshandrit.
Kynfræðsla, klámneysla, mörk og samþykki.

Ávinningur þinn

Innsýn í viðbrögð skóla við kynferðisbrotum, hverjar eru helstu gryfjur sem ber að varast?
Skilningur á því hvernig kynferðisbrot snerta allt skólasamfélagið, ekki aðeins brotaþola og geranda, heldur einnig vini og fjölskyldur þeirra aðila, nemendahópinn og starfsmannahópinn í heild sinni.
Skilningur á því að til að mæta vandanum vel þarf heildstæða skólastefnu sem snertir allt skólastarfið – kennslu, félagslíf, forvarnir, stoðþjónustu, skólamenningu, samskipti, orðræðu, aðgang að upplýsingum, óformleg og formleg viðbrögð við tilkynningu o.fl.
Skilningur á því að skóli getur aukið á vanlíðan brotaþola og stuðlað að því að þau flosni upp úr námi – hvað er brotaþolavænn skóli?

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað kennurum og öðru starfsfólki framhaldsskóla og unglingadeilda grunnskóla.

Nánar um kennara

Eygló Árnadóttir, kynjafræðingur, framhaldsskólakennari og sérfræðingur í forvörnum, fræðslu og viðbrögðum skólakerfisins við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Hún er m.a. fyrrum fræðslustýra Stígamóta og einn höfunda kennarahandbókar um kynferðisofbeldi. Í kjölfar mótmæla framhaldsskólanema haustið 2022 setti hún saman sérfræðingateymi til að skoða hvernig skólakerfið geti betur mætt nemendum og vandanum. Þannig kom hún að gerð miðlægrar viðbragðsáætlanar með Menntamálaráðuneyti og stóð fyrir vel sóttri ráðstefnu: „Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans“ í mars 2023.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi

Verð
63700

<span class="fm-plan">&Iacute; heildina eru 70% brota&thorn;ola kynfer&eth;isofbeldis undir 18 &aacute;ra aldri vi&eth; broti&eth; og oft er gerandinn &aacute; svipu&eth;um aldri. A&eth;eins um 5% &thorn;essara ungu brota&thorn;ola leita til sk&oacute;lans s&iacute;ns &iacute; kj&ouml;lfari&eth; og f&aelig;st segja nokkrum fr&aacute; ofbeldinu. Sk&oacute;lar geta haft &aacute;hrif &aacute; nemendur s&iacute;na til framt&iacute;&eth;ar og geta &thorn;annig unni&eth; markvisst a&eth; uppr&aelig;tingu &thorn;essa samf&eacute;lagsvanda. Sk&oacute;lar bera jafnframt l&ouml;gbundna &aacute;byrg&eth; var&eth;andi fr&aelig;&eth;slu og forvarnir gegn ofbeldi og &ouml;&eth;rum &oacute;j&ouml;fnu&eth;i. Grundv&ouml;llur &thorn;ess a&eth; umfj&ouml;llun og vi&eth;br&ouml;g&eth; sk&oacute;la vi&eth; kynfer&eth;isofbeldi skili s&eacute;r &aacute; gagnlegan h&aacute;tt til nemenda er &thorn;ekking og skilningur starfsf&oacute;lksins &aacute; &thorn;essum erfi&eth;a og vi&eth;kv&aelig;ma m&aacute;laflokki. N&aacute;mskei&eth;inu er &thorn;v&iacute; &aelig;tla&eth; a&eth; efla kennara og anna&eth; sk&oacute;lastarfsf&oacute;lk &iacute; bar&aacute;ttunni gegn kynfer&eth;isofbeldi.</span>