

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 15. sept. kl. 8:30 - 16:00
Berglind Indriðadóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Iðjuþjálfafélag Íslands
Megin áhersla námskeiðsins verður út frá umfjöllun um nýja sýn Tom Kitwood á heilabilun. Helstu brautryðjendur persónumiðaðrar öldrunarþjónustu verða kynntir sem og hugmyndafræðin (hornsteinar og einkenni nýrrar menningar). Þátttakendur fá innsýn í persónumiðaðar verkfærakistur t.a.m. VIPS/VPM, Eden Alternative, Spark of Life og hvernig þær nýtast í starfi og í markvissri innleiðingu hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Fjallað verður um nýja menningu og tengingu við hugmyndafræði iðjuþjálfunar. Stuðst er við Kanadíska líkanið.
Iðjuþjálfa sem langar til að rýna í eigin starfsvettvang og starf út frá sjónarhóli óefnislega þáttar umhverfisins og fræðast um heildrænar aðferðir til að veita persónumiðaða öldrunarþjónustu.
Stuðst er við bókina Ný menning í öldrunarþjónustu eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur (2019) og Ný sýn á heilabilun, einstaklingurinn í öndvegi eftir Tom Kitwood, í þýðingu Svövu Aradóttur (2007) og skrif fræðafólks sem byggir sitt starf á persónumiðaðri hugmyndafræði.
Hægt er að fá Nýja menningu e. SHÞ keypta í tengslum við námskeiðið (ekki innifalin í námskeiðsgjaldi). Fyrirspurnir um bókina má senda til Berglindar á netfangið ergobegga@gmail.com.
Berglind Indriðadóttir lærði iðjuþjálfun í Danmörku og lauk námi 2002. Hún hefur starfað á þremur starfsstöðvum Landspítala og sinnt þar fólki á öllum aldri, en mest öldruðum. Hún hefur einnig starfað á þremur hjúkrunarheimilum, hjá heimahjúkrun, í félagsþjónustu sveitarfélags og fyrir færni- og heilsumatsnefnd Norðurlands.
Hún hefur frá árinu 2013 haft umsjón með starfsemi Farsællar öldrunar - Þekkingarmiðstöðvar, sinnt kennslu og námskeiðahaldi innan mennta- og öldrunarstofnana og fyrir félagasamtök. Berglind er með diplóma frá HÍ, í opinberri stjórnsýslu, öldrunarþjónustu og félagsfræði með áherslu á stjórnun atvinnulífs og velferðar.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.