Staðnámskeið

Ný hugsun - Nýtt líf

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 22. og 29. október kl. 17:00 - 22:00

6 klst.

Hrefna Guðmundsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 36.900 kr.
Snemmskráning til og með 13. október. Almennt verð 40.600.
Námskeið

Á námskeiðinu er fjallað um hversu öflugur hugurinn er til að móta líf okkar og auka hamingju. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og þjálfun í því hvernig þeir geta stjórnað lífi sínu betur og breytt því sem þeir vilja með notkun hugaraflsins.

Við erum flest hver meðvituð um að hugarfarið skiptir miklu máli þegar kemur að líðan en við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið hann hefur að segja um hvað gerist í lífi okkar. Hvernig við getum hreinlega kallað til okkar nýja og betri hluti með því að senda frá okkur réttar hugsanir. 

Niðurstöður rannsókna í þessum efnum hafa sýnt að það að virkja hugann betur til þess að breyta lífinu og komast upp úr fari stöðnunar og óhamingju felst í því að ná betri stjórn á hvaða skilaboð við sendum frá okkur. Nú þegar eru víða erlendis haldin námskeið sem hjálpa fólki betur að nýta sér þessa ótakmörkuðu auðlind sem við búum öll yfir, en nýtum okkur fæst í þeim mæli sem við getum. 

Á námskeiðinu lærir þú að nýta þennan takmarkalausa hæfileika sem við höfum og getur skipt sköpum í lífinu, ef við lærum réttu tæknina og þjálfum okkur í því sem þarf að gera.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hversu öflugur hugurinn er og hvernig hann einn og sér getur breytt í lífi okkar.
  • Hvernig við getum aukið hamingju okkar, heilbrigði og skapað okkur nýtt og betra líf.
  • Hvernig hugurinn, tilfinningar, orð og athafnir spila saman.
  • Hvernig ákveðin tækni er notuð sem við getum tileinkað okkur og þjálfað okkur í þar til við náum stjórn á huganum og getum á markvissan hátt breytt lífi okkar, hvort sem það er varðandi heilbrigði, starfsframa, fjárhag eða annað.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á huganum og hvernig hann tengist því hvernig lífi þú lifir.
  • Meiri meðvitund um þig sjálfa/n/t.
  • Öflugt tól til þess að bæta líf þitt og auka hamingju.

Fyrir hverja

Þau sem eru ekki sátt við líf sitt og vilja öðlast þekkingu og þjálfun í því að breyta því.
Þau sem eru sátt en vilja samt fá nýtt tól í hendurnar sem getur hjálpað þeim til að gera það enn betra.

Nánar um kennara

Hrefna Guðmundsdóttir er með MA-gráðu í náms- og starfsráðgjöf, B.Ed-gráðu í kennsluréttindum og BA-gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki. Hrefna er auk þess markþjálfi og jógakennari. 

Hrefna hefur fengist við kennslu fyrir fullorðna um árabil, auk þess sem hún vann lengi við fræðslu- og upplýsingamál. Hún kenndi jóga bæði hjá World Class og sem sjálfstætt starfandi. Hrefna hefur lagt mikla stund á þjálfun hugans og kynnt sér fjölda rannsókna á því sviði sem sýna hvers við erum megnug og hvernig við getum stjórnað lífi okkar svo miklu meira en við nýtum okkur flest hver.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ný hugsun - Nýtt líf

Verð
36900