Staðnámskeið

Skapaðu eigin velgengni

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 10. og 17. nóv. kl. 16:30 - 19:30 (2x)

6 klst.

Steinunn Ragnarsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 36.900 kr.
Snemmskráning til og með 1. nóvember. Almennt verð er 40.600 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur ýmsum skapandi aðferðum til þess að efla eigin velgengni og hamingju. Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum ýmsar áhrifaríkar leiðir til þess að auka eigin sjálfsþekkingu sem getur nýst í lífi og starfi.

Á námskeiðinu verða tvær vinnustofur. Önnur til þess að greina eigin styrkleika, en rannsóknir sýna að þeir sem þekkja styrkleika sína eru margfalt líklegri til þess að upplifa hamingju. Hin vinnustofan er með LEGO®SERIOUS PLAY®. Hún er skapandi aðferð sem kallar fram hugmyndir og lausnir við ýmsum áskorunum með því að virkja innsæi og ímyndunarafl.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Ýmsar aðferðir við styrkleikagreiningar og notkun þeirra sem getur haft jákvæð áhrif á líðan okkar og árangur.
  • Hvernig hægt er að nýta skapandi leiðir til þess að kalla fram hugmyndir og lausnir með því að virkja innsæið.
  • Árangursríkar aðferðir við persónulega stefnumótun og markmið.

Ávinningur þinn

  • Aukin sjálfsþekking og skýrari framtíðarsýn.
  • Aðferðir til þess að efla eigin hamingju og velgengni.
  • Þekking á eigin styrkleikum og notkun þeirra.

Fyrir hverja

Námskeiðið nýtist þeim sem eru að íhuga eða búa sig undir breytingar og öllum sem vilja auka þekkingu sína á gagnreyndum aðferðum til þess að rækta eigin sjálfsþekkingu og sköpunarkraft.

Nánar um kennara

Steinunn Ragnarsdóttir hefur verið meðal leiðandi stjórnenda í menningarlífi landsins um árabil. Árið 2018 lauk hún þriggja ára Fellowship námi í skapandi stjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Maryland og Executive Leadership námi frá Harvard Business School árið eftir. Steinunn hefur einnig lokið diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og starfar sem alþjóðlegur ráðgjafi og leiðbeinandi. Hún hefur viðurkennd starfsréttindi í LEGO®SERIOUS PLAY® aðferðinni og kemur reglulega fram á ráðstefnum þar sem hún tekur þátt í umræðum og heldur erindi m.a. um skapandi leiðir til velferðar og árangurs.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skapaðu eigin velgengni

Verð
36900