

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 11. og fim. 13. nóv. kl. 8:30 - 12:30 (2x)
Þorgerður Magnúsdóttir
Eva Ósk Ármannsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Vilt þú viðhalda góðri skjalastjórn á þínum vinnustað? Í þessari vinnustofu gefst kostur á að spreyta sig á mikilvægum þáttum skjalastjórnunar. Teknar verða fyrir æfingar í gerð skjalastefnu, skjalavistunaráætlunar, málalykils og grisjunarheimilda, umsókn um rafræn skil og umsókn um afhendingu pappírsgagna til Þjóðskjalasafnins.
Fyrir þá sem vinna með stjórnun gagna á sínum vinnustað. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
Vinnustofan er hugsuð fyrir þátttakendur sem áður hafa lokið námskeiðinu HLEKK Á FYRIRMYNDAR SKJALASTJÓRN. Vinnustofan er þó sjálfstætt framhald og allir velkomnir.
Þátttakendur þurfa að mæta með fartölvu.
Þátttakendum gefst kostur á að senda inn beiðni um viðfangsefni, allt að viku fyrir vinnustofuna, hafi þeir óskir um að önnur umfjöllunarefni verði tekin fyrir en þau sem hér eru talin upp.
Námskeiðið byggist upp á umræðum og léttri en gagnlegri verkefnavinnu í hópum sem og einstaklingsverkefnum.
Eva Ósk Ármannsdóttir er sérfræðingur í skjalastjórn hjá Landsbankanum. Eva er með BA í upplýsingafræði og diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún hefur mikla reynslu í skjalastjórn hjá ríki og sveitarfélögum.
Þorgerður Magnúsdóttir er gæðastjóri Varðar, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð. Hún hefur umtalsverða reynslu af gæða- og skjalamálum í fjármálageiranum.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.