Staðnámskeið

Hljóðfærni

- námskeið í fyrirlögn greiningarprófs
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 8. september
Almennt verð 39.500 kr. 35.900 kr.
Nýtt

Mán. 18. sept. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Bjartey Sigurðardóttir, M.Ed. talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsis hjá Mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðar og Sigurgrímur Skúlason, Ph.D. í próffræði og matsfræðum og séfræðingur í prófagerð hjá Menntamálastofnun.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Um er að ræða réttindanámskeið þar sem kennt er að leggja fyrir greiningarprófið Hljóðfærni. Markmiðið með fyrirlögn greiningarprófsins er að greina nánar vanda þeirra barna í 1. bekk grunnskóla sem grunur leikur á að séu með frávik í hljóðkerfisvitund.

Hljóðfærni er greiningarpróf sem ætlað er nemendum í 1. bekk grunnskóla og teljast í áhættuhópi vegna lesblindu. Um er að ræða einstaklingspróf sem hefur það að markmiði að greina nánar hljóðkerfisvanda nemenda og bera saman við jafnaldra. Prófið er ítarlegt og tekur á mörgum þáttum hljóðkerfisvitundar, þar á meðal eru mörg verkefni sem greina hljóðavitund. Við uppbyggingu á Hljóðfærni var leitast við að hanna próf sem væri í senn þægilegt í fyrirlögn og höfðaði til barna á umræddum aldri. Einnig var lögð áhersla á að auðvelt væri að skipuleggja íhlutun í framhaldi af niðurstöðu greiningar. Byggt er á hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og kennurum leiðbeint sérstaklega með hvernig hægt er að taka á vanda þeirra barna sem eru með veikleika í hljóðkerfisvitund.

Á námskeiðinu er fjallað um

Fræðilegan bakgrunn prófsins.
Uppbyggingu prófsins og reglur um fyrirlögn.
Próffræðilega eiginleika og tölfræðilega úrvinnslu prófsins.
Hugmyndir að kennslufræðilegum úrræðum í framhaldi af greiningu.

Ávinningur þinn

Greiningin á að auðvelda kennurum og meðferðaraðilum að kortleggja vanda nemenda og leggja grunn að kennslufræðilegri íhlutun þannig að hægt sé að draga úr, eða jafnvel fyrirbyggja lestrarerfiðleika nemandans.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað sérkennurum, talmeinafræðingum og lestrarfræðingum.

Nánar um kennara

Bjartey Sigurðardóttir er talmeinafræðingur og læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun, M.Ed.

Sigurgrímur Skúlason er doktor í próffræði og matsfræðum og deildarstjóri hjá Menntamálastofnun.

Aðrar upplýsingar

Greiningarprófið Hljóðfærni er hægt að kaupa hjá Bjarteyju Sigurðardóttur, senda skal pöntun á netfangið bjarteysigurdar@gmail.com.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hljóðfærni

Verð
39500

<span class="fm-plan">Um er a&eth; r&aelig;&eth;a r&eacute;ttindan&aacute;mskei&eth; &thorn;ar sem kennt er a&eth; leggja fyrir greiningarpr&oacute;fi&eth; Hlj&oacute;&eth;f&aelig;rni. Markmi&eth;i&eth; me&eth; fyrirl&ouml;gn greiningarpr&oacute;fsins er a&eth; greina n&aacute;nar vanda &thorn;eirra barna &iacute; 1. bekk grunnsk&oacute;la sem grunur leikur &aacute; a&eth; s&eacute;u me&eth; fr&aacute;vik &iacute; hlj&oacute;&eth;kerfisvitund. </span>