Stað- og fjarnámskeið

Nýsköpun og sjálfbærni í sjávarútvegi og eldi (VIÐ302M)

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Umsóknarfrestur til og með 10. ágúst.

37 klst.

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Peningur 75.000 kr.
Umsóknarfrestur til og með 10. ágúst.
Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Í námskeiðinu munu nemendur fá innsýn inn í einn af hornsteinum íslensks atvinnulífs, sjávarútveg og eldi. Lögð er áhersla á nýsköpun, sjálfbærni, fullnýtingu sjávarafurða og tækifærin sem felast í tækniframförum, gervigreind og hringrásarhagkerfi. Þátttakendur fá einnig að kynnast því  hvernig íslenskur sjávarútvegur og eldi standast alþjóðlega samkeppni, leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og nýta íslenskt hugvit til að skapa aukið virði.

Með verkefnamiðuðu námi vinna nemendur raunhæf verkefni í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir í greininni, þar sem tekist verður á við raunverulegar áskoranir tengdar markaðssetningu, sjálfbærni, tæknivæðingu og fullnýtingu til aukinnar verðmætasköpunar.

Áhersla er lögð á:

  • Nýsköpun og þróun á fullnýtingu sjávarafurða.
  • Sjálfbærni og tengsl við umhverfismál og hringrásarhagkerfi.
  • Ný tækifæri með tækniframförum, svo sem gervigreind og framleiðslu með lágmarks kolefnisspori.
  • Sögu, stjórnun og stefnumótun í sjávarútvegi og eldi.

Nemendur fá tækifæri til að heimsækja framúrskarandi fyrirtæki í greininni og læra í gegnum reynslu þeirra. Aðstaða fyrir verkefnavinnu verður í Sjávarklasanum, þar sem nemendur geta tengst frumkvöðlum í atvinnugreininni.

Námskeiðið er í nánu samstarfi við fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir í sjávarútvegi en samstarfsaðilar Viðskiptafræðideildar eru: Brim, Fisk, Ísfélag Vestmannaeyja, Ice Fresh, Íslandsstofa, Matvælaráðuneytið, Marel, Samherji, Síldarvinnslan, Sjávarklasinn, Vinnslustöðin og Vísir.

Athugið að skyldumæting er á Stefnumót við stjórnendur í sjávarútvegi.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

 

Námsform:

Fjarnám með rauntímaþátttöku á netfundum og staðlotum og vettvangsnámi.


Umsókn
Ætlað nemendum í meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Nemendur verða að ná 6,5 í þessu námskeiði.
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Umsókn er aðeins afgreidd ef prófskírteini, til staðfestingar á loknu grunnnámi við háskóla, hefur borist á netfangið endurmenntun@hi.is   

Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ.

Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Nýsköpun og sjálfbærni í sjávarútvegi og eldi (VIÐ302M)

Verð
75000