

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Námskeiðið verður kennt á haustmisseri 2025. Sjá nánar í stundatöflu.
Háskóli Íslands - sjá stundatöflu
Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Námskeiðið miðar að því að gera nemendum kleift að tileinka sér nýjustu og helstu kenningar á sviði mannauðsstjórnunar og að nemendur öðlist skilning og þjálfun í notkun helstu kenninga í stjórnun mannauðs. Kenningum um mannauðsstjórnun er gerð ítarleg skil og er markmiðið að nemendur skilji mikilvægi mannauðsstjórnunar sem fræðigrein og sem mikilvægan þátt innan skipulagsheildarinnar. Kynntir verða helstu þættir mannauðsstjórnunar og er mikilvægt að nemendur geti tileinkað sér efni þeirra í kennslu- og dæmatímum þar sem fengist er við úrlausn raunhæfra dæma.
Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.
Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Umsókn er aðeins afgreidd ef prófskírteini, til staðfestingar á loknu grunnnámi við háskóla, hefur borist á netfangið endurmenntun@hi.is
Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ.
Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.